Smári Valtýr Sæbjörnsson
Öskraði eftir hamborgara og fékk lögregluna í staðinn
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt og af ýmsum toga, eins og best sannaðist nú um helgina, þegar lögreglumenn voru kallaðir til vegna hungurverkja erlends ferðamanns á Suðurnesjum.
Maðurinn dvaldi á hóteli í umdæminu. Á laugardagskvöld var beðið um lögregluaðstoð þangað, því ferðalangurinn væri öskrandi í sífellu inni á herbergi sínu að hann vildi fá hamborgara. Jafnframt fylgdi sögunni að búið væri að færa manninum mat en hann vildi greinilega meira,- og þá bara hamborgara.
Lögreglumenn fóru á staðinn og ræddu við manninn, sem greinilega var búinn að fá sér í staupinu. Lofaði hann að bíða með hamborgarann þar til að sunnudagsmorgun rynni upp og fara að sofa, að því er fram kemur á facebook síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Mynd úr safni: Sverrir
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu





