Smári Valtýr Sæbjörnsson
Öskraði eftir hamborgara og fékk lögregluna í staðinn
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt og af ýmsum toga, eins og best sannaðist nú um helgina, þegar lögreglumenn voru kallaðir til vegna hungurverkja erlends ferðamanns á Suðurnesjum.
Maðurinn dvaldi á hóteli í umdæminu. Á laugardagskvöld var beðið um lögregluaðstoð þangað, því ferðalangurinn væri öskrandi í sífellu inni á herbergi sínu að hann vildi fá hamborgara. Jafnframt fylgdi sögunni að búið væri að færa manninum mat en hann vildi greinilega meira,- og þá bara hamborgara.
Lögreglumenn fóru á staðinn og ræddu við manninn, sem greinilega var búinn að fá sér í staupinu. Lofaði hann að bíða með hamborgarann þar til að sunnudagsmorgun rynni upp og fara að sofa, að því er fram kemur á facebook síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Mynd úr safni: Sverrir
![]()
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra





