Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður: Íslenski barinn endurvakinn
Það var allt á fullu, smiðir, pípulagningarmenn og rafvirkjar í húsi sem áður hýsti Næsta bar við Ingólfsstræti 1a, þegar fréttamann veitingageirans bar að garði. Þar mun Íslenski barinn sem margir þekkja frá Austurvelli verða endurvakinn. Innan um alla iðnaðarmennina var Sjávargrillskokkurinn og Matreiðslumaður ársins 2010 Gústav Axel Gunnlaugsson og tók hann vel á móti fréttamanni.
Eigendur Íslenska Barsins eru Gústav Axel Gunnlaugsson og Lárus Gunnar Jónasson matreiðslumenn, Guðmundur Hansson og Guðrún Veronika Þorvaldsdóttir framreiðslumenn, en Veronika kemur til með að sjá um rekstur staðarins.
Gústav fór létta yfirferð með fréttamanni um hvers má vænta á nýja staðnum; það verður létt stemming, trúbator, píluspjald, píanó fyrir þá sem vilja taka lagið, íslenskur pöbbamatur eins og hann gerist bestur, íslenskir bjórar verða í hávegum hafðir og margt fleira.
Hér er á ferðinni áhugaverður staður sem vert er að kíkja á.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025








