Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður: Íslenski barinn endurvakinn
Það var allt á fullu, smiðir, pípulagningarmenn og rafvirkjar í húsi sem áður hýsti Næsta bar við Ingólfsstræti 1a, þegar fréttamann veitingageirans bar að garði. Þar mun Íslenski barinn sem margir þekkja frá Austurvelli verða endurvakinn. Innan um alla iðnaðarmennina var Sjávargrillskokkurinn og Matreiðslumaður ársins 2010 Gústav Axel Gunnlaugsson og tók hann vel á móti fréttamanni.
Eigendur Íslenska Barsins eru Gústav Axel Gunnlaugsson og Lárus Gunnar Jónasson matreiðslumenn, Guðmundur Hansson og Guðrún Veronika Þorvaldsdóttir framreiðslumenn, en Veronika kemur til með að sjá um rekstur staðarins.
Gústav fór létta yfirferð með fréttamanni um hvers má vænta á nýja staðnum; það verður létt stemming, trúbator, píluspjald, píanó fyrir þá sem vilja taka lagið, íslenskur pöbbamatur eins og hann gerist bestur, íslenskir bjórar verða í hávegum hafðir og margt fleira.
Hér er á ferðinni áhugaverður staður sem vert er að kíkja á.
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park








