Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr formaður LABAK | Jói Fel hættir eftir 16 ár í stjórn
Aðalfundur Landssamband bakarameistara (LABAK), var haldinn á Hótel Heklu í dag og þar var Jón Albert Kristinsson kosinn formaður, en hann bauð sig fram til formennsku á móti sitjandi formanni honum Jóhannesi Felixsyni, betur þekktur undir nafninu Jói Fel.
Jón Albert var fyrst kosinn sem formaður LABAK árið 1982 og hefur verið formaður alla vega tvisvar og var meðal annars lengi vel sem stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins. Faðir Jóns Alberts, Kristinn Albertsson var einnig sem formaður LABAK á árunum 1972 – 1974 og á árunum 1976 – 1978.
Aðrir í stjórn eru: Jón Heiðar Ríkharðsson Okkar bakarí, Sigurður Enoksson Hérastubbi, Sigurður Már Guðjónsson Bernhöftsbakarí og Sigþór Sigurjónsson Bakarameistaranum. Í varastjórn eru: Almar Þór Þorgeirsson í Almars bakarí í Hveragerði og Steinþór Jónsson í Björnsbakarí. Hér eru á ferðinni reynslumiklir menn í stjórn, ungir og ferskir og tilbúnir í slaginn.
Lætur Jói Fel af störfum sem formaður eftir 7 ár og 16 ár í stjórn.
Mynd: úr safni
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús





