Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr formaður LABAK | Jói Fel hættir eftir 16 ár í stjórn
Aðalfundur Landssamband bakarameistara (LABAK), var haldinn á Hótel Heklu í dag og þar var Jón Albert Kristinsson kosinn formaður, en hann bauð sig fram til formennsku á móti sitjandi formanni honum Jóhannesi Felixsyni, betur þekktur undir nafninu Jói Fel.
Jón Albert var fyrst kosinn sem formaður LABAK árið 1982 og hefur verið formaður alla vega tvisvar og var meðal annars lengi vel sem stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins. Faðir Jóns Alberts, Kristinn Albertsson var einnig sem formaður LABAK á árunum 1972 – 1974 og á árunum 1976 – 1978.
Aðrir í stjórn eru: Jón Heiðar Ríkharðsson Okkar bakarí, Sigurður Enoksson Hérastubbi, Sigurður Már Guðjónsson Bernhöftsbakarí og Sigþór Sigurjónsson Bakarameistaranum. Í varastjórn eru: Almar Þór Þorgeirsson í Almars bakarí í Hveragerði og Steinþór Jónsson í Björnsbakarí. Hér eru á ferðinni reynslumiklir menn í stjórn, ungir og ferskir og tilbúnir í slaginn.
Lætur Jói Fel af störfum sem formaður eftir 7 ár og 16 ár í stjórn.
Mynd: úr safni
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk





