Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Myndir frá opnunarpartý Múlabergs Bistro & Bar
Síðastliðinn föstudag buðu forráðamenn Kea Hótels til opnunarpartýs í tilefni af opnun veitingastaðarins Múlaberg Bistro & Bar á Hótel Kea á Akureyri.
Sjá einnig:
Hönnun veitingarstaðarins tókst mjög vel í alla staði Hallgrímur Friðgeirsson sá um innanhúshönnun ásamt Helgu Lund arkitekt, Friðriku Hjördísi Geirsdóttur, Ólafur Örn Ólafsson sá um drykkjar- og vínseðilinn og Haraldur Már Pétursson yfirmatreiðslumeistari staðarins gerði matseðilinn.
Ljóst þykir að ekkert var til sparað í þetta verk og mega Akureyringar og aðrir gestir því vænta mikils er þeir mæta til snæðings hér. Bæði hádegis og kvöldverðarseðillinn eru hlaðnir freistingum sem erfitt er að standast, foie gras, andarbringur og trufflu bernaise svo fátt eitt sé nefnt.
Ekki er hanstélsseðillinn af verri endanum heldur, og gafst okkur félögunum kostur á að bragða á tveim drykkjum af honum annarsvegar „Grapefruit smash“ og hinsvegar „Fizzy strawberry and rosmary Sangria“ sem var borin fram í forláta sultukrukku.
Í heildina litið lítur þetta mjög vel út hjá þeim og óskar freisting.is þeim alls hins besta í framtíðinni.
Myndir og texti: Kristinn Jakobsson og Magnús Örn Friðriksson.
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel13 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park

















