Smári Valtýr Sæbjörnsson
Lundapizzan rennur ljúflega niður
„Við vorum að fá lunda frá Salvari í Vigur og erum að bjóða upp á bæði reyktan og léttsteiktan lunda. Okkur datt svo í hug að bjóða gestum upp á lundapizzu og verður hún á matseðilinn í dag, fimmtudag. Á pizzunni verður reyktur lundi, laukur, camembert og svo bláberjasulta til hliðar. Við buðum nokkrum að smakka í gær og það voru allir mjög hrifnir af henni þannig að ég á ekki von á öðru en hún slái í gegn,“ segir Guðmundur Helgason, vert í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Að sögn eins smakkaranna var pizzan afar ljúffeng og mátti finna lundabragðið mjög vel. Var hann því mjög sæll og saddur eftir matinn, að því er greinir frá á bb.is.
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís






