Vín, drykkir og keppni
Kaupa vínframleiðanda á 1850 milljarða
Japanska félagið Suntory Holdings hefur gert tilboð í bandaríska brugghúsið Jim Beam fyrir 16 milljarða Bandaríkjadali, eða um 1850 milljarða íslenskra króna. Það er rífleg landsframleiðsla Íslands. Kaupin myndu leiða til þriðja stærsta vínframleiðanda í heimi.
Suntory er þekkt fyrir viskítegundirnar Yamazaki, Hakushu, Hibiki og Kakubin og Bowmore Sctch auk Midori líkjörsins. Meðal tegunda sem Jim Beam framleiðir eru Sauza tekíla, Courvoisier koníak og Teacher’s viskí, að því er fram kemur á mbl.is.
Heildvelta sameinaðs félags verður um 4,3 milljarðar dala, en í tilkynningu frá félaginu segir að horft sé til þess að gera sameinað félag að stóru sölufyrirtæki á heimsmælikvarða. Þau höfðu áður verið í samstarfi þar sem Jim Beam sá um dreifingu á Suntory vörum í suðurhluta Asíu og Suntory dreifði vörum Jim Beam í Japan, segir að lokum á mbl.is.
Mynd: af netinu
![]()
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





