Vín, drykkir og keppni
Kaupa vínframleiðanda á 1850 milljarða
Japanska félagið Suntory Holdings hefur gert tilboð í bandaríska brugghúsið Jim Beam fyrir 16 milljarða Bandaríkjadali, eða um 1850 milljarða íslenskra króna. Það er rífleg landsframleiðsla Íslands. Kaupin myndu leiða til þriðja stærsta vínframleiðanda í heimi.
Suntory er þekkt fyrir viskítegundirnar Yamazaki, Hakushu, Hibiki og Kakubin og Bowmore Sctch auk Midori líkjörsins. Meðal tegunda sem Jim Beam framleiðir eru Sauza tekíla, Courvoisier koníak og Teacher’s viskí, að því er fram kemur á mbl.is.
Heildvelta sameinaðs félags verður um 4,3 milljarðar dala, en í tilkynningu frá félaginu segir að horft sé til þess að gera sameinað félag að stóru sölufyrirtæki á heimsmælikvarða. Þau höfðu áður verið í samstarfi þar sem Jim Beam sá um dreifingu á Suntory vörum í suðurhluta Asíu og Suntory dreifði vörum Jim Beam í Japan, segir að lokum á mbl.is.
Mynd: af netinu
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park





