Sverrir Halldórsson
Kántrýbær til sölu
Það er hægt að lifa af þessu fyrir duglegt fólk
, segir Gunnar Halldórsson, tengdasonur Hallbjarnar Hjartarsonar kúrekasöngvara á Skagaströnd, sem auglýst hefur Kántrýbæ til sölu.
Við ætlum að selja reksturinn en halda húsinu fyrst um sinn
, segir Gunnar í samtali við Eirík Jónsson.
Gunnar og Svenny,eiginkona hans, hafa rekið Kántrýbæ eftir að Hallbjörn dró sig í hlé frá rekstrinum fyrir mörgum árum og kynferðisafbrotamál kántrýsöngvarans setti strik í reikninginn.
Það mál hefur ekki bitnað á rekstrinum því það var aukning hjá okkur í sumar miðað við tvö árin þar á undan. Enda eru langflestir viðskiptavina okkar yfir sumartímann útlendingar. Kántrýbær er frægur á vefsíðum erlendis
, segir Gunnar sem þegar hefur fengið nokkur óformleg tilboð í reksturinn.
Það eru nokkrir að skoða þetta.
Kántrýbær er opinn allt árið og hafa Gunnar og Svenny séð um skólamatinn á Skagaströnd úr eldhúsi Kántrýbæjar yfir vetrartímann og munar um minna.
En hvar er Hallbjörn Hjartarson?
Hann er hérna í bænum en það fer lítið fyrir honum. Það má segja að hann hafi dregið sig inn í skel sína.
Myndir: eirikurjonsson.is og kantry.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?