Sverrir Halldórsson
Kántrýbær til sölu
Það er hægt að lifa af þessu fyrir duglegt fólk
, segir Gunnar Halldórsson, tengdasonur Hallbjarnar Hjartarsonar kúrekasöngvara á Skagaströnd, sem auglýst hefur Kántrýbæ til sölu.
Við ætlum að selja reksturinn en halda húsinu fyrst um sinn
, segir Gunnar í samtali við Eirík Jónsson.
Gunnar og Svenny,eiginkona hans, hafa rekið Kántrýbæ eftir að Hallbjörn dró sig í hlé frá rekstrinum fyrir mörgum árum og kynferðisafbrotamál kántrýsöngvarans setti strik í reikninginn.
Það mál hefur ekki bitnað á rekstrinum því það var aukning hjá okkur í sumar miðað við tvö árin þar á undan. Enda eru langflestir viðskiptavina okkar yfir sumartímann útlendingar. Kántrýbær er frægur á vefsíðum erlendis
, segir Gunnar sem þegar hefur fengið nokkur óformleg tilboð í reksturinn.
Það eru nokkrir að skoða þetta.
Kántrýbær er opinn allt árið og hafa Gunnar og Svenny séð um skólamatinn á Skagaströnd úr eldhúsi Kántrýbæjar yfir vetrartímann og munar um minna.
En hvar er Hallbjörn Hjartarson?
Hann er hérna í bænum en það fer lítið fyrir honum. Það má segja að hann hafi dregið sig inn í skel sína.
Myndir: eirikurjonsson.is og kantry.is
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






