Sverrir Halldórsson
Jólaplatti Hafnarinnar | „..mjög snyrtilega sett upp og girnilegt“
Eitt hádegið ákvað ég að kíkja á Höfnina og smakka á jólaplattanum þeirra. Var vísað til sætis og pantaði ég malt og appelsín ásamt áðurnefndum platta, svo kom drykkurinn og stuttu síðar volgt brauð með smjöri og nartaði maður í það meðan beðið var eftir aðaldæminu og svo skeði það, plattinn kom á borðið.
Hann er eins og lítið trébretti og á brettinu var:
Jólasíld, rúgbrauð, heimalagaður graflax, bleikja, fennel, sveitapaté, eplasalat, kalkúnabringa, rúsínusósa og hangikjöt í tartalettu
Þetta var mjög snyrtilega sett upp og girnilegt að sjá og eftir því sem ég vann mig í gegnum plattann þess stærra og breiðara varð brosið hjá mér og niðurstaðan var mjög gott.
Þetta er sniðugur valmöguleiki sem sífellt fleiri veitingastaðir bjóða upp á sem valkost í Jólamánuðinum, það kannski hentar ekki alltaf stórt hlaðborð með mörgum réttum og þá er þetta ein af þeim lausnum sem í boði er.
Hvernig væri að einhverjir staðir byðu nú uppá þorraplatta á næstu þorravertíð.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel17 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






