Matthías Þórarinsson
Ívar hefur hafið störf í söludeild Garra
Ívar Unnsteinsson matreiðslumeistari hefur hafið störf í söludeild Garra ehf. Ívar er af góðu kunnur fyrir störf sín í veitingageiranum, það var árið 2001 sem hann byrjaði að læra fræðin sín á Apótekinu sem var og hét og útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2005. Sama ár starfaði hann á virtum veitingastöðum í Finnlandi og Bandaríkjunum.
Í framhaldi af því starfaði hann á Sjávarkjallaranum og svo á Fiskmarkaðnum þar sem hann gengdi stöðu vaktstjóra og svo yfirmatreiðslumanns. Ívar hefur frá byrjun ferils síns heillast af japanskri matargerð og hefur hann ferðast víða til að afla sér þekkingar í þeirri matreiðslu og má m.a. nefna að hann starfaði á einum þekktasta veitingastað í London árið 2007, nobu. Ívar lauk meistaranámi í matreiðslu árið 2011.
Undanfarin 3 ár hefur Ívar starfað í Adesso í Smáralind.
Mynd: Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






