Matthías Þórarinsson
Ívar hefur hafið störf í söludeild Garra
Ívar Unnsteinsson matreiðslumeistari hefur hafið störf í söludeild Garra ehf. Ívar er af góðu kunnur fyrir störf sín í veitingageiranum, það var árið 2001 sem hann byrjaði að læra fræðin sín á Apótekinu sem var og hét og útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2005. Sama ár starfaði hann á virtum veitingastöðum í Finnlandi og Bandaríkjunum.
Í framhaldi af því starfaði hann á Sjávarkjallaranum og svo á Fiskmarkaðnum þar sem hann gengdi stöðu vaktstjóra og svo yfirmatreiðslumanns. Ívar hefur frá byrjun ferils síns heillast af japanskri matargerð og hefur hann ferðast víða til að afla sér þekkingar í þeirri matreiðslu og má m.a. nefna að hann starfaði á einum þekktasta veitingastað í London árið 2007, nobu. Ívar lauk meistaranámi í matreiðslu árið 2011.
Undanfarin 3 ár hefur Ívar starfað í Adesso í Smáralind.
Mynd: Matthías
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






