Matthías Þórarinsson
Ívar hefur hafið störf í söludeild Garra
Ívar Unnsteinsson matreiðslumeistari hefur hafið störf í söludeild Garra ehf. Ívar er af góðu kunnur fyrir störf sín í veitingageiranum, það var árið 2001 sem hann byrjaði að læra fræðin sín á Apótekinu sem var og hét og útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2005. Sama ár starfaði hann á virtum veitingastöðum í Finnlandi og Bandaríkjunum.
Í framhaldi af því starfaði hann á Sjávarkjallaranum og svo á Fiskmarkaðnum þar sem hann gengdi stöðu vaktstjóra og svo yfirmatreiðslumanns. Ívar hefur frá byrjun ferils síns heillast af japanskri matargerð og hefur hann ferðast víða til að afla sér þekkingar í þeirri matreiðslu og má m.a. nefna að hann starfaði á einum þekktasta veitingastað í London árið 2007, nobu. Ívar lauk meistaranámi í matreiðslu árið 2011.
Undanfarin 3 ár hefur Ívar starfað í Adesso í Smáralind.
Mynd: Matthías
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






