Keppni
Horfðu hér á Agnar að keppa í kokteilkeppni í Tékklandi
Agnar Fjeldsted keppti í gær í óáfengri kokteilkeppni með drykkinn Sunny volcano, en keppnin var haldin á vegum Mattoni sódavatnsfyrirtækis á IBA ráðstefnunni og þurftu drykkirnir að innihalda lítið magn af kaloríum. Agnar komst ekki í 8 manna úrslit, en þau lönd sem komust áfram voru Búlgaría, Pólland, Króatía, Slóvenia, Úkraína, Austurríki, Tékkland og Eistland. Keppendur voru 48, einn frá hverju landi en úrslit ráðast í dag þar sem keppt verður um fyrstu þrjú sætin.
Agnar þurfti að passa upp á að drykkurinn innihaldi að lágmarki 10 cl Mattoni og orkuinnihald á drykknum mátti ekki fara yfir 25 kaloríur í 100 ml. Drykkurinn varð að vera frumlegur og uppskriftin mátti ekki hafa birst áður opinberlega.
Agnar hafði 15 mínútur í bakherbergi til að útbúa skrautið áður en hann fór inn á sviðið og 8 mínútur á sviðinu til að gera drykkinn Sunny volcano sem samanstóð af:
Capfruit exotic ginger purre – 1 cl
Capfruit strawberry purre – 3 cl
Superberry safi – 5 cl
Stevia strawberry – 5 droparFyllt upp með Mattoni sódavatni.
Sunny volcano innihélt 24 kaloríur í 100 ml.
Meðfylgjandi myndband sýnir Agnar að keppa:
Guðmundur Sigtryggson framreiðslumaður og núverandi íslandsmeistari í kokteil mun keppa sem fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramóti Barþjóna IBA í flokki drykkja sem kallast „Sparkling Cocktails“ og fer hans keppni fram á þriðjudaginn 20. ágúst næstkomandi, fylgist vel með.
Samsett mynd: Skjáskot úr myndbandi og google korti.
/Smári
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






