Nemendur & nemakeppni
Gekk vel á fyrsta keppnisdegi NNK

F.v. Andri Már Jónsson og Guðlaug Þóra Gunnarsdóttir keppendur í framreiðslu að setja saman vínlista í keppninni
Þá er fyrri dagurinn hjá íslensku keppendunum í Norrænu nemakeppninni (NNK) að enda kominn og gekk þeim mjög vel, en keppnin er haldin í Hótel og restaurantskólanum í Kaupmannahöfn.
Dagurinn byrjaði á fagprófi fyrir bæði matreiðslu- og framreiðslunemanna. Matreiðslunemarnir matreiðu tveggja rétta máltíð úr leyndarkörfu fyrir sex gesti. Framreiðslunemarnir kepptu í vínfræðum, borlagningu fyrir tvo gesti, pöruðu saman vín og matseðil, fyrirskurði og servéttubrotum.
- Í forrétt var sólflúra hjá matreiðslunemunum
- Í aðalrétt voru grísakótilettur hjá matreiðslunemunum
- Matreiðslunemarnir þeir Knútur Hreiðarson og Stefán Hlynur Karlsson þurftu að semja matseðil á staðnum sem átti að innihalda sólflúru og grísakótilettur
Úrslit liggja fyrir laugardagskvöldið 13. apríl.
Fleiri fréttir og viðburðir hér tengt NNK 2013.
Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Jónsson, sviðsstjóri Matvæla- og veitingasvið IÐUNNAR fræðsluseturs.
/Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?