Keppni
Fjórar fagkeppnir í september | Ertu búinn að skrá þig í fagkeppni? | Veitingageirinn.is verður á vaktinni
Fjórar fagkeppnir eru framundan nú í september og verður veitingageirinn.is á vaktinni og færir ykkur fréttir, myndir, tilkynningar af öllum keppnunum.
Skráning stendur núna yfir í þremur keppnum en þær fjórar keppnir sem framundan eru:
Bakari ársins 2013
Keppnin um titilinn Bakari ársins 2013 verður haldin dagana 27. – 29. september næstkomandi í húsnæði Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi, en allar nánari upplýsingar um skráningu og keppnisfyrirkomulag er hægt að nálgast með því að smella hér.
Evrópumót Vínþjóna
Alba E.H. Hough vínþjónn keppir í Evrópumóti Vínþjóna í San Remo á Ítalíu dagana 27. til 29. september 2013.
Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema 2013
Forkeppni í Íslandsmóti matreiðslu- og framreiðslunema 2013 verður haldin 19. september og þeir fimm nemendur sem fá flest stig í forkeppninni í matreiðslu og framreiðslu vinna sér inn rétt til þess að taka þátt í úrslitakeppninni laugardaginn 28. september 2013 í Hótel- og matvælaskólanum. Skráning er í gangi og smellið hér fyrir nánari upplýsingar.
Matreiðslumaður ársins 2013
Keppnin um titilinn Matreiðslumann ársins 2013 verður dagana 27.-29. september í Hótel- og matvælaskólanum, en forkeppnin verður haldin föstudaginn 27. september og úrslitakeppnin sunnudaginn 29. september 2013. Allar nánari upplýsingar og skráningu er hægt að lesa með því að smella hér.
Hvetjum alla fagmenn að skrá sig sem fyrst.
Settur hefur verið upp sér dálkur hér til hægri á forsíðunni (sjá meðfylgjandi mynd) sem listar upp allar fréttir sem tengjast fagkeppnunum.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






