Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fjallkonan sælkerahús er ný verslun með vörur beint frá heimavinnslubýlum
Fjallkonan sælkerahús opnar þann 18. júlí næstkomandi við Austurvegi 21 á Selfossi þar sem megináhersla er á vörur beint frá heimavinnslubýlum í héraðinu og víðar á Íslandi. Í versluninni verður hægt að kaupa nýtt og brakandi grænmeti beint úr uppsveitunum, grafinn silung og tvíreykt sauðakjöt, dýrindis nautasteikur og stóra hamborgara úr 100% nautakjöti beint úr Landeyjunum, sérstaka fjallkonukryddblöndu á borgarana og sérbakað hamborgarabrauð úr heilhveiti og kornum.
Í Fjallkonunni verður líka allskyns sælkeravara, ólífur og fleira antipasto í olíu, geitaostur og Gamli Óli, kryddpylsur og sinnep, kryddjurtir og heimagerður ís, jarðaber frá Silfurtúni, jurtate og síróp, íslenskt hunang og sultur, pestó úr íslenskri basilikku, svo eitthvað sé nefnt.
Eigendur eru þær Elín Una Jónsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir fjallkonur.
Mynd: Af facebook síðu Fjallkonan sælkerahús
/Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu






