Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fjallkonan sælkerahús er ný verslun með vörur beint frá heimavinnslubýlum
Fjallkonan sælkerahús opnar þann 18. júlí næstkomandi við Austurvegi 21 á Selfossi þar sem megináhersla er á vörur beint frá heimavinnslubýlum í héraðinu og víðar á Íslandi. Í versluninni verður hægt að kaupa nýtt og brakandi grænmeti beint úr uppsveitunum, grafinn silung og tvíreykt sauðakjöt, dýrindis nautasteikur og stóra hamborgara úr 100% nautakjöti beint úr Landeyjunum, sérstaka fjallkonukryddblöndu á borgarana og sérbakað hamborgarabrauð úr heilhveiti og kornum.
Í Fjallkonunni verður líka allskyns sælkeravara, ólífur og fleira antipasto í olíu, geitaostur og Gamli Óli, kryddpylsur og sinnep, kryddjurtir og heimagerður ís, jarðaber frá Silfurtúni, jurtate og síróp, íslenskt hunang og sultur, pestó úr íslenskri basilikku, svo eitthvað sé nefnt.
Eigendur eru þær Elín Una Jónsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir fjallkonur.
Mynd: Af facebook síðu Fjallkonan sælkerahús
/Smári

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati