Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fernando’s er nýr veitingastaður í Reykjanesbæ – Alvöru eldbakaðar pizzur
Fernando’s er nýr Ítalskur veitingastaður í Reykjanesbæ við Hafnargötu 36A. Eigendur eru hjónin Francisco Valladares Serrano og Rúna Björk Einarsdottir. Staðurinn tekur 35 manns í sæti og er opið frá kl. 11:00 – 22:00 mánudaga til miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11:000 – 23:00, laugardaga frá kl. 13:00 – 23:00 og sunnudaga frá kl. 15:00 – 22:00.
Boðið er upp á hamborgara og pizzur sem eru eldbakaðar og er ekki annað en að Fernando’s sé eini veitingastaðurinn sem býður upp á eldbakaðar pizzur í Reykjanesbæ. Fréttamaður fékk strax tilfinningu fyrir því að að hér væri á ferðinni ekta Ítalskur veitingastaður; fjölskyldan starfar á staðnum, andrúmsloftið er heimilislegt og umhverfið þægilegt.
Francisco sagði í samtali við veitingageirinn.is að mikil leynd sé yfir uppskrift af sósunni og pizzudeiginu sem fylgt hefur fjölskyldunni í tugi ára. Til gamans má geta þess að þau byggðu eldofninn sjálf, sem er hinn glæsilegasti.
Eldbakaðar pizzur standa alltaf fyrir sínu og er staðurinn góð viðbót í veitingaflóru Reykjanesbæjar.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu













