Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fernando’s er nýr veitingastaður í Reykjanesbæ – Alvöru eldbakaðar pizzur
Fernando’s er nýr Ítalskur veitingastaður í Reykjanesbæ við Hafnargötu 36A. Eigendur eru hjónin Francisco Valladares Serrano og Rúna Björk Einarsdottir. Staðurinn tekur 35 manns í sæti og er opið frá kl. 11:00 – 22:00 mánudaga til miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11:000 – 23:00, laugardaga frá kl. 13:00 – 23:00 og sunnudaga frá kl. 15:00 – 22:00.
Boðið er upp á hamborgara og pizzur sem eru eldbakaðar og er ekki annað en að Fernando’s sé eini veitingastaðurinn sem býður upp á eldbakaðar pizzur í Reykjanesbæ. Fréttamaður fékk strax tilfinningu fyrir því að að hér væri á ferðinni ekta Ítalskur veitingastaður; fjölskyldan starfar á staðnum, andrúmsloftið er heimilislegt og umhverfið þægilegt.
Francisco sagði í samtali við veitingageirinn.is að mikil leynd sé yfir uppskrift af sósunni og pizzudeiginu sem fylgt hefur fjölskyldunni í tugi ára. Til gamans má geta þess að þau byggðu eldofninn sjálf, sem er hinn glæsilegasti.
Eldbakaðar pizzur standa alltaf fyrir sínu og er staðurinn góð viðbót í veitingaflóru Reykjanesbæjar.
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir













