Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Eldum rétt opnar á Nýbýlaveginum
Nú nýverið opnaði fyrirtækið Eldum rétt þar sem boðið er upp á heimsendingar á matarpökkum sem innihalda allt hráefni sem þarf til að elda þrjár fyrirfram ákveðnar máltíðir. Nú á boðstólnum er Gratineraður þorskur, Onfsteiktir kjúklingaleggir og Úkraínsk Borsctsúpa, en seinasti pöntunardagur er föstudagurinn 21. mars n.k.
Sniðug þjónusta hér á ferð og á sína erlenda fyrirmynd og er t.a.m. mjög vinsæl í Svíþjóð.
Á heimasíðu Eldum rétt segir:
Við finnum til hollar og góðar uppskriftir fyrir ykkur til að elda heima, tökum saman öll hráefni í þær og skutlum því til ykkar heim að dyrum ásamt leiðbeiningum að matreiðslu.
Stóri ávinningurinn er að þurfa ekki að eyða tíma í að finna til uppskrifir til að elda, sleppa við að fara í búðina og hráefnin koma í hæfilegum einingum.
Minni vinna, fjölbreyttari fæða og enginn matur í ruslið.
Eldum rétt er til húsa við Nýbýlaveg 16 í Kópavogi og er með heimsendingaþjónustu í eftirfarandi bæjarfélögum: Reykjavík, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfirði.
Yfirmatreiðslumaður Eldum rétt er Pétur Brynjar Sigurðsson matreiðslumaður.
Mynd: Ívar Unnsteinsson matreiðslumaður.
![]()
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






