Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Eldum rétt opnar á Nýbýlaveginum
Nú nýverið opnaði fyrirtækið Eldum rétt þar sem boðið er upp á heimsendingar á matarpökkum sem innihalda allt hráefni sem þarf til að elda þrjár fyrirfram ákveðnar máltíðir. Nú á boðstólnum er Gratineraður þorskur, Onfsteiktir kjúklingaleggir og Úkraínsk Borsctsúpa, en seinasti pöntunardagur er föstudagurinn 21. mars n.k.
Sniðug þjónusta hér á ferð og á sína erlenda fyrirmynd og er t.a.m. mjög vinsæl í Svíþjóð.
Á heimasíðu Eldum rétt segir:
Við finnum til hollar og góðar uppskriftir fyrir ykkur til að elda heima, tökum saman öll hráefni í þær og skutlum því til ykkar heim að dyrum ásamt leiðbeiningum að matreiðslu.
Stóri ávinningurinn er að þurfa ekki að eyða tíma í að finna til uppskrifir til að elda, sleppa við að fara í búðina og hráefnin koma í hæfilegum einingum.
Minni vinna, fjölbreyttari fæða og enginn matur í ruslið.
Eldum rétt er til húsa við Nýbýlaveg 16 í Kópavogi og er með heimsendingaþjónustu í eftirfarandi bæjarfélögum: Reykjavík, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfirði.
Yfirmatreiðslumaður Eldum rétt er Pétur Brynjar Sigurðsson matreiðslumaður.
Mynd: Ívar Unnsteinsson matreiðslumaður.
![]()
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi






