Vín, drykkir og keppni
Château Pichon Baron Longuville – Sannkölluð hallarveisla í eyjunni fögru

Château Pichon Baron Longuville er ein glæsilegasta höll eða kastali Bordeaux-héraðsins og þaðan koma sömuleiðis einhver bestu vín undir svæðinu Pauillac
Það er komin áralöng hefð fyrir Bordeaux-dögunum á Gallery Restaurant þar sem fulltrúar þekktustu vínhúsa Bordeaux í Frakklandi hafa komið hingað til lands, haldið fyrirlestur og smökkun auk þess sem gestum gefst kostur á að snæða dýrindis máltíð með vínum viðkomandi vínhúss.
Gallery Restaurant sér um allar veitingar í Viðeyjarstofu og verður sannkölluð hallarveisla haldin í eyjunni fögru föstudaginn 7. júní næstkomandi. Í ár mun Corinne Michot verða fulltrúi Bordeaux en hún starfar fyrir Château Pichon-Longueville Baron í Pauillac og fleiri þekkt vínhús.
Nánari upplýsingar er hægt að lesa á holt.is.
Mynd: wikipedia.org
/Sverrir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?