Smári Valtýr Sæbjörnsson
Aldrei sótt um veitingaleyfi í Þrastalundi
Sýslumaðurinn á Selfossi lokaði veitingastaðnum í Þrastalundi í Grímsnesi um helgina. Ástæðan er sú að rekstraraðilar staðarins höfðu aldrei sótt um leyfi, en greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.
Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafði staðurinn verið opinn frá því um miðjan júní.
„Við reynum vissulega að liðka til ef eitthvað vantar upp á hjá rekstraraðilum til að fullnægja leyfum en í þessu tiltekna tilviki hafði einfaldlega ekki verið sótt um leyfi,“
….segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Hann segir að mikilvægt sé að bregðast við ef upp komi að leyfisskyld starfsemi sé rekin án tilskilinna leyfa.
Samsett mynd: Skjáskot af frétt í Fréttablaðinu og mynd af dfs.is
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






