Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ylja opnar formlega við Laugarás Lagoon – Sjáðu hér myndir af réttunum og matseðilinn
Veitingastaðurinn Ylja hefur nú formlega opnað dyr sínar á Laugarás Lagoon, Skálholtsvegi 1 í Laugarási við bakka Hvítár.
Staðurinn er fyrsti hluti af væntanlegri heildarupplifun Laugarás Lagoon sem opnast á næstunni, en veitingastaðurinn býður þegar nú upp á fyrsta flokks matarupplifun í hlýlegu og vel hönnuðu umhverfi.
Ylja er undir stjórn Gísla Matthíasar Auðunssonar yfirmatreiðslumeistara sem hefur sett saman matseðil sem byggir á ferskum hráefnum úr héraði. Matseðillinn er lifandi og tekur stöðugum breytingum eftir árstíðum og framboði, en það tryggir gestum nýja upplifun við hverja heimsókn. Hver réttur er unninn með það að markmiði að fanga bragð og fjölbreytileika íslenskrar náttúru og hægt er að aðlaga réttina eftir þörfum vegna óþols eða sérfæðis.
Fyrstu myndir af réttum Ylju gefa góða vísbendingu um metnaðinn sem lagt er í framsetningu og bragð. Þar má sjá fjölbreytta blöndu af einfaldleika og fágun þar sem hver smáatriði skiptir máli.
Veitingastaðurinn Ylja er opinn daglega frá klukkan 11:00 til 22:30, en síðustu borðapantanir eru teknar við til klukkan 21:00. Þegar líður að vetrartímabilinu breytist opnunartími lítillega, en þá verður staðurinn opinn til klukkan 22:00.
Þó að lónið sjálft sé enn ekki tilbúið til opnunar munu gestir fljótlega geta notið þess að sameina upplifunina af bæði mat og vellíðan í Laugarás Lagoon. Fram að því gefst einstakt tækifæri til að kynnast Ylju og njóta þess sem veitingastaðurinn hefur upp á að bjóða.
Hér fyrir neðan má sjá dagseðil, kvöldmatseðil veitingastaðarins.
Dagseðill
Í boði frá 11.00-17.00
2 rétta
Yljandi súpuborð & aðalréttur að eigin vali
7.590 kr.
3 rétta
Yljandi súpuborð, aðalréttur að eigin vali & eftirréttur að eigin vali
9.590 kr.
Yljandi súpuborð
3.990 kr.
Spyrjið um úrval dagsins
Jurtapestó, tómatsalat, þeytt smjör & nýbakað brauð
Aðalréttir
Ylja “sesar” (G)*
með reyktum tómötum, epla capers, feyki & frækexi
4.800 kr.
Grillað blómkál (G)*
með möndlumiso, reyktum ostrusveppum, perlubyggi & hörfræum
4.800 kr.
Hægeldaður þorskur
með gerjuðum gulrótum, perlubyggi, sölvum & svartkáli
5.400 kr.
Grilluð lambamjaðmasteik
með grillaðri papriku, feyki, kartöflukrókettu & soðsósu með heslihnetum
5.900 kr.
Eftirréttir
Skyr & hvítsúkkulaðimús (G)
með jarðaberjum, mysu & fáfnisgraskrapi
2.200 kr.
Dökk súkkulaðimús (V)
með ólífuolíu, kakónibbum, sólberjum & blóðbergskrapi
2.400 kr.
Myndir: laugaraslagoon.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra













