Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ylja opnar formlega við Laugarás Lagoon – Sjáðu hér myndir af réttunum og matseðilinn

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Ylja hefur nú formlega opnað dyr sínar á Laugarás Lagoon, Skálholtsvegi 1 í Laugarási við bakka Hvítár.

Staðurinn er fyrsti hluti af væntanlegri heildarupplifun Laugarás Lagoon sem opnast á næstunni, en veitingastaðurinn býður þegar nú upp á fyrsta flokks matarupplifun í hlýlegu og vel hönnuðu umhverfi.

Ylja er undir stjórn Gísla Matthíasar Auðunssonar yfirmatreiðslumeistara sem hefur sett saman matseðil sem byggir á ferskum hráefnum úr héraði. Matseðillinn er lifandi og tekur stöðugum breytingum eftir árstíðum og framboði, en það tryggir gestum nýja upplifun við hverja heimsókn. Hver réttur er unninn með það að markmiði að fanga bragð og fjölbreytileika íslenskrar náttúru og hægt er að aðlaga réttina eftir þörfum vegna óþols eða sérfæðis.

Ylja opnar formlega við Laugarás Lagoon - Sjáðu hér myndir af réttunum og matseðilinn

Gísli Matthías Auðunsson

Fyrstu myndir af réttum Ylju gefa góða vísbendingu um metnaðinn sem lagt er í framsetningu og bragð. Þar má sjá fjölbreytta blöndu af einfaldleika og fágun þar sem hver smáatriði skiptir máli.

Veitingastaðurinn Ylja er opinn daglega frá klukkan 11:00 til 22:30, en síðustu borðapantanir eru teknar við til klukkan 21:00. Þegar líður að vetrartímabilinu breytist opnunartími lítillega, en þá verður staðurinn opinn til klukkan 22:00.

Þó að lónið sjálft sé enn ekki tilbúið til opnunar munu gestir fljótlega geta notið þess að sameina upplifunina af bæði mat og vellíðan í Laugarás Lagoon. Fram að því gefst einstakt tækifæri til að kynnast Ylju og njóta þess sem veitingastaðurinn hefur upp á að bjóða.

Hér fyrir neðan má sjá dagseðil, kvöldmatseðil veitingastaðarins.

Dagseðill

Í boði frá 11.00-17.00

2 rétta
Yljandi súpuborð & aðalréttur að eigin vali
7.590 kr.

3 rétta
Yljandi súpuborð, aðalréttur að eigin vali & eftirréttur að eigin vali
9.590 kr.

Yljandi súpuborð
3.990 kr.
Spyrjið um úrval dagsins
Jurtapestó, tómatsalat, þeytt smjör & nýbakað brauð

Aðalréttir

Ylja “sesar” (G)*
með reyktum tómötum, epla capers, feyki & frækexi
4.800 kr.

Grillað blómkál (G)*
með möndlumiso, reyktum ostrusveppum, perlubyggi & hörfræum
4.800 kr.

Hægeldaður þorskur
með gerjuðum gulrótum, perlubyggi, sölvum & svartkáli
5.400 kr.

Grilluð lambamjaðmasteik
með grillaðri papriku, feyki, kartöflukrókettu & soðsósu með heslihnetum
5.900 kr.

Eftirréttir

Skyr & hvítsúkkulaðimús (G)
með jarðaberjum, mysu & fáfnisgraskrapi
2.200 kr.

Dökk súkkulaðimús (V)
með ólífuolíu, kakónibbum, sólberjum & blóðbergskrapi
2.400 kr.

Ylja opnar formlega við Laugarás Lagoon - Sjáðu hér myndir af réttunum og matseðilinn

Kvöldmatseðill

Í boði frá 17.00-20.30

Upplifðu landið

5 rétta árstíðarbundin máltíð að hætti Gísla Matt til að fagna því besta sem íslenskt hráefni hefur upp á að bjóða.
13.900 kr.

Blóðbergskrydduð bleikja
með piparrótarkremi, jurtaseyði, rúgkrumbli & fingurkáli

Tómata „Carpaccio”
með gerjuðum tómötum, ferskosti & jurtaolíu

Hægeldaður þorskur
með gerjuðum gulrótum, grænkáli, perlubyggi, sölvum & svartkáli

Grilluð lambamjaðmasteik
með grillaðri papriku, feyki, kartöflu krókettu & soðsósu með heslihnetum

Skyr & hvítsúkkulaðimús
með jarðaberjum, mysu & fáfnisgraskrapi

Upplifðu Laugarás

5 rétta árstíðarbundin grænmetismáltíð að hætti Gísla Matt til að fagna bændum og náttúrunni í og í kringum Laugarás.

Hægt er að aðlaga matseðilinn fyrir grænkera með smávægilegum breytingum.
10.900 kr.

Létt grafin agúrka
með piparrótarkremi, jurtaseyði, rúgkrumbli & fingurkáli

Tómata „Carpaccio”
með gerjuðum tómötum, ferskosti & jurtaolíu

Gljáðar beður
með reyktu skyri, krydduðum hnetum & súrsætum aðalbláberjum

Grillað blómkál
með möndlumiso, reyktum ostrusveppum, perlubyggi & hörfræjum

Skyr & hvítsúkkulaðimús
með jarðaberjum, mysu & fáfnisgraskrapi

Ylja opnar formlega við Laugarás Lagoon - Sjáðu hér myndir af réttunum og matseðilinn

Forréttir

Yljandi grilluð papriku & tómatsúpa (V)
með ristuðum sólkjarnafræjum
2.400 kr.

Tómata „Carpaccio” (G)*
með gerjuðum tómötum, ferskosti & jurtaolíu
2.400 kr.

Gljáðar beður (G) *
með reyktu skyri, krydduðum hnetum & súrsætum aðalbláberjum
2.400 kr.

Bleikja
með piparrótarkremi, jurtaseyði, rúgkrumbli & fingurkáli
3.400 kr.

Blóðbergsgrafið lamb
með brúnuðu smjöri, jarðskokkaflögum, súrsætum aðalbláberjum & tindi
3.400 kr.

Aðalréttir

Ylja “sesar” (G)*
með reyktum tómötum, epla capers, feyki & frækexi
4.800 kr.

Grillað blómkál (G)*
með möndlumiso, reyktum ostrusveppum, perlubyggi & hörfræum
4.800 kr.

Hægeldaður þorskur
með gerjuðum gulrótum, perlubyggi, sölvum & svartkáli
5.400 kr.

Grilluð lambamjaðmasteik
með grillaðri papriku, feyki, perlubyggi & soðsósu með heslihnetum
5.900 kr.

Eftirréttir

Skyr & hvítsúkkulaðimús (G)
með jarðaberjum, mysu & fáfnisgraskrapi
2.200 kr.

Dökk súkkulaðimús (V)
með ólífuolíu, kakónibbum, sólberjum & blóðbergskrapi
2.400 kr.

Myndir: laugaraslagoon.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið