Uncategorized @is
Yfirmatreiðslumaður óskast á MAR
MAR restaurant við gömlu höfnina er að leita að nýjum yfirmatreiðslumanni um þessar mundir. Framundan eru áherslubreytingar í rekstrinum með það fyrir augum að veita gestum léttari og skemmtilegri upplifun með ferskasta sjávarfangi sem fæst í Reykjavík. Nýr yfirmatreiðslumaður mun hafa umsjón með endurskipulagninu á matseðlum, vinnuferlum í eldhúsi, innkaupum og öðru tilfallandi í samráði við framkvæmdastjóra.
Viðkomandi þarf nauðsynlega að hafa góða reynslu af vinnu með ferskt sjávarfang, búa yfir sterkum skipulags- og leiðtogahæfileikum ásamt því að slá hvergi af kröfum um fyllsta hreinlæti og taka virkan þátt í umhverfisstefnu fyrirtækisins.
MAR er 60 sæta veitingastaður í Hafnarbúðum við gömlu höfnina í Reykjavík en getur tekið við hópum allt að 100 manns og 50 manna sólpalli sem nýtist á sumrin. MAR sér einnig um veitingar í öllum bátum og fyrir starfsfólk Eldingar Hvalaskoðunar ásamt því að reka Pop-up kaffihús við miðasölu Eldingar yfir sumartímann.
Umsækjendum er bent á að senda ferilskrá fyrir 15. mars á [email protected]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni3 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir