Uncategorized @is
Yfirmatreiðslumaður óskast á MAR
MAR restaurant við gömlu höfnina er að leita að nýjum yfirmatreiðslumanni um þessar mundir. Framundan eru áherslubreytingar í rekstrinum með það fyrir augum að veita gestum léttari og skemmtilegri upplifun með ferskasta sjávarfangi sem fæst í Reykjavík. Nýr yfirmatreiðslumaður mun hafa umsjón með endurskipulagninu á matseðlum, vinnuferlum í eldhúsi, innkaupum og öðru tilfallandi í samráði við framkvæmdastjóra.
Viðkomandi þarf nauðsynlega að hafa góða reynslu af vinnu með ferskt sjávarfang, búa yfir sterkum skipulags- og leiðtogahæfileikum ásamt því að slá hvergi af kröfum um fyllsta hreinlæti og taka virkan þátt í umhverfisstefnu fyrirtækisins.
MAR er 60 sæta veitingastaður í Hafnarbúðum við gömlu höfnina í Reykjavík en getur tekið við hópum allt að 100 manns og 50 manna sólpalli sem nýtist á sumrin. MAR sér einnig um veitingar í öllum bátum og fyrir starfsfólk Eldingar Hvalaskoðunar ásamt því að reka Pop-up kaffihús við miðasölu Eldingar yfir sumartímann.
Umsækjendum er bent á að senda ferilskrá fyrir 15. mars á [email protected]
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir