Uncategorized @is
Yfirmatreiðslumaður óskast á MAR
MAR restaurant við gömlu höfnina er að leita að nýjum yfirmatreiðslumanni um þessar mundir. Framundan eru áherslubreytingar í rekstrinum með það fyrir augum að veita gestum léttari og skemmtilegri upplifun með ferskasta sjávarfangi sem fæst í Reykjavík. Nýr yfirmatreiðslumaður mun hafa umsjón með endurskipulagninu á matseðlum, vinnuferlum í eldhúsi, innkaupum og öðru tilfallandi í samráði við framkvæmdastjóra.
Viðkomandi þarf nauðsynlega að hafa góða reynslu af vinnu með ferskt sjávarfang, búa yfir sterkum skipulags- og leiðtogahæfileikum ásamt því að slá hvergi af kröfum um fyllsta hreinlæti og taka virkan þátt í umhverfisstefnu fyrirtækisins.
MAR er 60 sæta veitingastaður í Hafnarbúðum við gömlu höfnina í Reykjavík en getur tekið við hópum allt að 100 manns og 50 manna sólpalli sem nýtist á sumrin. MAR sér einnig um veitingar í öllum bátum og fyrir starfsfólk Eldingar Hvalaskoðunar ásamt því að reka Pop-up kaffihús við miðasölu Eldingar yfir sumartímann.
Umsækjendum er bent á að senda ferilskrá fyrir 15. mars á [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni3 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt5 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Keppni2 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan