Frétt
Yfir 95% heimsendinga á rafmagnsbílum
Aha.is sendir nú yfir 95% af pöntunum á rafmagnsbílum í stað bensínbíla.
„Við erum að fækka bílum á götunum. Við tökum til dæmis oft 4-8 pantanir úr matvöruverslunum í hverri ferð og spörum þannig jafnmargar ferðir í búðina fyrir viðskiptavini. Hver bíll getur tekið 30 ferðir á dag,“
segir Helgi Már Þórðarson, annar stofnenda aha.is í fréttatilkynningu.
Hægt er að fá heimsent um allt höfuðborgarsvæðið samdægurs en út á land úr sérvöruverslunum á 2-3 dögum. Nýjar verslanir og veitingastaðir bætast við nánast vikulega inn á aha.is en sem dæmi má nefna að á síðustu vikum er búið að opna Hamborgarafabrikkuna, Sportís, Dressmann og Casa.
Helgi segir að fólk sé sífellt betur að sjá hversu mikinn tíma það sparar með því að fá vörur og veitingar sent heim. Það hafi til dæmis sýnt sig þegar aha.is hóf samstarf við Nettó síðastliðið haust en margir nýti sér þjónustuna, bæði einstaklingar og fyrirtæki.
„Eins pantar fjöldi fyrirtækja veitingar fyrir starfsfólk í hádeginu og það góða við að þegar starfsfólkið borðar saman skapast betri stemning á vinnustaðnum. Þá missa fyrirtækin ekki starfsfólkið út úr húsi en sum þeirra fyrirframpanta hjá okkur á föstudögum mat fyrir alla næstu viku,“
segir Helgi.
Smellpassa inn í umhverfisstefnu fyrirtækisins
Síðasta haust keypti fyrirtækið 10 Renault ZOE rafmagnsbíla og hraðhleðslustöðvar sem settar voru upp í höfuðstöðvum aha.is. Helgi segir bílana hagkvæma í rekstri og smellpassa inn í umhverfisstefnu fyrirtækisins.
„Við sjáum ekki fram á annað en að héðan í frá verði eingöngu keyptir rafmagnsbílar. Það skiptir okkur máli að þjónustan sé umhverfisbætandi og viðskiptavinir okkar eru greinilega á sama máli,“
segir Helgi.
Aha.is er markaðstorg fyrir verslanir og veitingastaði á netinu. Á heimasíðu aha.is er hægt að kaupa og fá heimsent á 90 mínútum beint frá yfir 100 sölustöðum sem eru staðsettir um allt höfuðborgarsvæðið.
Mynd: aðsend
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi