Vertu memm

Keppni

World Class barþjónakeppnin hefst aftur eftir 3ára hlé – Leynist besti barþjónn landsins á þínum stað?

Birting:

þann

World Class barþjónakeppnin 2023

Ísland mun framvegis taka þátt í World Class annað hvert ár og við hvetjum veitingamenn til að senda barþjóna í keppnina til að læra nýja hluti og vaxa í starfi. Besti barþjónn landsins mun keppa fyrir Ísland í Sao Paolo í Brasilíu í september við bestu barþjóna heims.

Leynist besti barþjónn landsins á þínum stað?

World Class hefst þann 31. janúar með World Class Studio sem Dennis Tamse, Global Relationships Director hjá Ketel One heldur á Héðni og það verður lokadagur skráningar. Næsta Studio verður í mars og lokakeppnin á Íslandi í maí.

Skráning fer fram á www.drekkumbetur.is/world-class þar sem eru ítarlegri upplýsingar um keppnina.

World Class Studio eru röð námskeiða sem fræða og hvetja barþjóna til að kafa dýpra. World Class hefur ráðið til liðs við sig nokkra af bestu barþjónum heims, alþjóðlega drykkjarsérfræðinga og frumkvöðla til að búa til námsefni þannig það hefur ferska og frumlega sýn á drykkjarkennslu sem nýtist öllum. Skyldumæting er á námskeiðin og kokteilum er svo skilað inn í anda námsefnis.

Hvað gerir World Class fyrir barina?

World Class keppnin er eins og háskólanám fyrir barþjóna þar sem þeir öðlast mikla þekkingu á drykkjum, bragðupplifunum, framkomu, fróðleik um vörurnar, tækni, matarpörun og fleira. World Class ýtir barþjónum út fyrir boxið til að hugsa hlutina öðruvísi, vera frumlegir og hafa gæði í fyrirrúmi fyrir öll skilningarvit.

World Class Cocktail Festival verður haldið í kringum lokakeppnina í maí þar sem barþjónar og þeirra kokteilbarir verða aðalatriði. Staðir fá flott efni til birtingar á sínum miðlum, barþjónar verða þekkt andlit ásamt spennandi drykkjarseðlum og umfjöllun vekur áhuga fólks.

Eru bestu kokteilarnir á þínum bar í huga fólks?

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið