Vertu memm

Markaðurinn

Wolt hefur heimsent 100.000 sinnum fyrir KFC

Birting:

þann

Wolt heimsent 100.000 sinnum fyrir KFC

Rúmu ári eftir að heimsendingar Wolt hófu starfsemi á Íslandi hefur félagið náð merkilegum áfanga með einum af sínum söluhæstu samstarfsaðilum.

Í lok ágúst tilkynnti Wolt um afhendingu númer 100.000 frá KFC, einni vinsælustu veitingakeðju landsins, frá því að fyrirtækin hófu samstarf í júlí á síðasta ári. Í dag heimsendir Wolt frá átta KFC veitingastöðum á Íslandi, en vinsælasti staðurinn er í Kópavogi.

Þessar tölur endurspegla gríðarlegar vinsældir steikts kjúklings á landinu, ásamt því að varpa ljósi á þau þægindi og aðgengi sem Wolt býður upp á fyrir íslenska viðskiptavini.

Frá því að Wolt kom á markað á Íslandi hefur fyrirtækið stöðugt aukið þjónustumöguleikana og tryggt að vinsæl vörumerki eins og KFC eru einungis í nokkurra smella fjarlægð fyrir svanga viðskiptavini.

Wolt heimsent 100.000 sinnum fyrir KFC

Steiktur kjúklingur er orðinn nautnamatur (e. Comfort Food) margra Íslendinga og samstarf Wolt og KFC hefur auðveldað fólki á suðvesturhorninu að njóta uppáhalds máltíðanna sinna heima, í vinnunni eða á ferðinni.

„Íslendingar elska KFC! Ísland er ólíkt hinum Norðurlöndunum, því Íslendingar dýrka steiktan kjúkling. Á öllum Norðurlöndunum eru hamborgarar í uppáhaldi, en ekki á Íslandi.

Áfanginn er því til marks um mikla eftirspurn eftir gómsætum kjúklingi KFC og traustið sem Wolt nýtur hjá viðskiptavinum til að keyra uppáhalds máltíðirnar þeirra beint heim að dyrum.

Við hlökkum til að halda samstarfi okkar áfram með KFC og gera lífið auðveldara og bragðbetra fyrir viðskiptavini okkar um allt land,“

segir Elisabeth Stenersen, framkvæmdastjóri Wolt á Íslandi og Noregi.

Vinsælasti rétturinn á Íslandi

Hamborgarar eru langvinsælasti rétturinn á öllum hinum Norðurlöndunum, en steiktur kjúklingur er vinsælasti rétturinn á Íslandi og þar á eftir koma hamborgarar, pizzur, bakarísmatur og asískur matur.

„Vinsælasta meðlætið frá KFC er kokteilsósan sem þarf að fylgja frönskum á Íslandi. Franskar eru líka mjög vinsælar, en ef við horfum á annað en krydd og meðlæti eru klassísku kjúklingabitarnir vinsælasti staki KFC-rétturinn á matseðlinum, en þar á eftir kemur Boxmaster Zinger máltíðin,“

segir Stenersen.

Fimm vinsælustu KFC réttirnir á Wolt:

Kjúklingabitar

Boxmaster Zinger máltíð

10 kjúklingaleggir- og læri

Boxmaster Zinger máltíð

Kjúklingaborgaramáltíð

Wolt heimsent 100.000 sinnum fyrir KFC

„Við erum ánægð með að hafa náð þessum magnaða áfanga með Wolt. Heimsending hefur gert okkur kleift að koma fræga, steikta kjúklingnum okkar til fleiri viðskiptavina en nokkru sinni fyrr.

Það er spennandi að sjá hversu mikið Íslendingar elska KFC og við erum staðráðin í að halda áfram að gera gómsæta kjúklinginn okkar eins aðgengilegan og þægilegan og mögulegt er fyrir alla á Íslandi,“

segir Gísli Jón Gíslason, upplýsingatæknistjóri KFC á Íslandi.

Fimm vinsælustu réttirnir á Norðurlöndunum

Ísland Noregur Svíþjóð Danmörk Finnland
Kjúklingur Hamborgarar Hamborgarar Hamborgarar Hamborgarar
Hamborgarar Sushi Pizza Pizza Pizza
Pizza Pizza Sushi Sushi Samlokur
Bakarísmatur Kebab Asískur Samlokur Sushi
Asískur Asískur matur Thaílenskur Thaílenskur Tex-Mex

Myndir: aðsendar

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið