Markaðurinn
Wolt á Íslandi tilkynnir sigurvegara Wolt verðlaunanna fyrir árið 2024
Wolt Ísland afhjúpar stolt sigurvegara Wolt verðlaunanna 2024, og veita þar með afkastamestu og ástsælustu samstarfs veitingastöðunum á landinu viðurkenningu. Verðlaunin taka mið af pöntunarmagni, einkunnagjöf á appinu og framúrskarandi rekstri yfir árið 2024.
Viðskiptavinir Wolt spiluðu stórt hlutverk í að tilnefna sína uppáhalds staðbundnu veitingastaði í breytilegum flokkum í gegnum einkunnargjöf í appinu. Wolt verðlaunin ná því yfir allt litrófið í Wolt appinu, til dæmis „borgari ársins,“ „ís ársins“ og „ferskt ársins.“
Sigurvegarar ársins eru fulltrúar ótrúlegrar fjölbreytni og gæða matar sem er fáanlegur í gegnum Wolt, en vettvangurinn tekur allri þeirri vinnu sem fyrirtækin hafa lagt fram fagnandi, sem og ánægju viðskiptavina.
Eftirtaldir eru sigurvegarar Wolt verðlaunanna 2024:
Borgari ársins: 2Guys – Halda ótrauðir áfram og verja titillinn
Pizza ársins: Napoli
Asískt ársins: Krua Thai
Kebab ársins: Arabian Taste – Vörðu titilinn eins og sannir meistarar
Kjúklingur ársins: KFC
Ís ársins: Ísbúð Vesturbæjar
Bakarí ársins: Bakarameistarinn
Nýliði ársins: Krambúðin
Ferskt ársins: Local
Samloka ársins: Hlöllabátar
Best á Selfossi: Menam
Best í Reykjanesbæ: Biryani
Best á Akureyri: DJ Grill
„Það sem fær veitingastaðina til að standa upp úr samanstendur af hverri einustu pöntun, sendingu og einkunnagjöf,“
sagði Jóhann Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar Wolt á Íslandi.
„Við erum ótrúlega stolt af samstarfsaðilunum okkar og þeirri staðreynd að þau halda áfram að setja ný viðmið fyrir kröfur í gæðum og þjónustu. Wolt verðlaunin eru okkar leið til að veita verðskuldaðar viðurkenningar.“
Wolt þakkar öllum samstarfsaðilum fyrir frábært ár og hlakkar til fleiri bragðgóðra stunda árið 2025.
Verðlaunahafar hljóta sérstakan skjöld á prófílinn sinn til marks um Wolt verðlaunin, sem einnig er hægt að setja í gluggann á staðnum, nýta til að auka sýnileika í appinu og sem tækifæri til frekari viðurkenninga. Skjöldurinn heiðrar bæði verðlaunahafana og stuðlar að því að tengja enn fleiri viðskiptavini saman við framúrskarandi staði í appinu.
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?







