Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Wok to Walk kemur til Akureyrar, opnar í Iðunni Mathöll á Glerártorgi

Birting:

þann

Wok to Walk opnar á Íslandi - Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ....

Einar Örn Einarsson, framkvæmdastjóri Wok to Walk

Alþjóðlega veitingakeðjan Wok to Walk hefur opnað nýjan veitingastað í Iðunni Mathöll á Glerártorgi og bætist þar með við ört vaxandi net keðjunnar á Íslandi. Þetta er fjórði staðurinn hér á landi, en keðjan rekur yfir eitt hundrað veitingastaði í 18 löndum og hefur skapað sér góðan orðstír í stórborgum á borð við London, Amsterdam, Las Vegas og Barcelona.

Fyrsti Wok to Walk staðurinn hér á landi opnaði í desember 2024 og hefur viðtökurnar verið afar góðar. Í dag eru þrír staðir starfræktir á höfuðborgarsvæðinu og nú bætist Akureyri í hópinn. Með tilkomu nýja staðarins verður norðlenska veitingasenan enn fjölbreyttari, þar sem áherslan er á ferskan og bragðmikinn asískan götubita sem matreiddur er á staðnum.

Wok to Walk býður upp á fjölbreytt úrval rétta sem hafa notið mikilla vinsælda víða um heim. Þar má nefna klassíska rétti á borð við Pad Thai, Yakisoba og Donburi ásamt fjölmörgum grænmetisréttum. Gæði hráefna, ferskleiki og breitt úrval eru lykilatriði hjá keðjunni, sem hefur byggt upp sterkt vörumerki á alþjóðavísu.

Reksturinn á Íslandi er í höndum Einars Arnar Einarssonar, sem hefur áratuga reynslu af rekstri veitingastaða og á að baki fyrirtæki á borð við Serrano og Zócalo sem starfrækir veitingastaði í London, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Á Akureyri tekur Ásrún Nicole Kanan Guðmundsdóttir við keflinu sem meðeigandi og staðarstjóri.

Opnunin styrkir hlutverk Iðunnar Mathallar sem lifandi og miðpunktur í matarmenningu bæjarins. Staðsetningin á Glerártorgi þótti sérstaklega hentug og ætti að höfða jafnt til heimamanna sem gesta.

Nánari upplýsingar um matseðil og þjónustu Wok to Walk má finna á heimasíðunni woktowalk.is.

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið