Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Wok to Walk kemur til Akureyrar, opnar í Iðunni Mathöll á Glerártorgi
Alþjóðlega veitingakeðjan Wok to Walk hefur opnað nýjan veitingastað í Iðunni Mathöll á Glerártorgi og bætist þar með við ört vaxandi net keðjunnar á Íslandi. Þetta er fjórði staðurinn hér á landi, en keðjan rekur yfir eitt hundrað veitingastaði í 18 löndum og hefur skapað sér góðan orðstír í stórborgum á borð við London, Amsterdam, Las Vegas og Barcelona.
Fyrsti Wok to Walk staðurinn hér á landi opnaði í desember 2024 og hefur viðtökurnar verið afar góðar. Í dag eru þrír staðir starfræktir á höfuðborgarsvæðinu og nú bætist Akureyri í hópinn. Með tilkomu nýja staðarins verður norðlenska veitingasenan enn fjölbreyttari, þar sem áherslan er á ferskan og bragðmikinn asískan götubita sem matreiddur er á staðnum.
Wok to Walk býður upp á fjölbreytt úrval rétta sem hafa notið mikilla vinsælda víða um heim. Þar má nefna klassíska rétti á borð við Pad Thai, Yakisoba og Donburi ásamt fjölmörgum grænmetisréttum. Gæði hráefna, ferskleiki og breitt úrval eru lykilatriði hjá keðjunni, sem hefur byggt upp sterkt vörumerki á alþjóðavísu.
Reksturinn á Íslandi er í höndum Einars Arnar Einarssonar, sem hefur áratuga reynslu af rekstri veitingastaða og á að baki fyrirtæki á borð við Serrano og Zócalo sem starfrækir veitingastaði í London, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Á Akureyri tekur Ásrún Nicole Kanan Guðmundsdóttir við keflinu sem meðeigandi og staðarstjóri.
Opnunin styrkir hlutverk Iðunnar Mathallar sem lifandi og miðpunktur í matarmenningu bæjarins. Staðsetningin á Glerártorgi þótti sérstaklega hentug og ætti að höfða jafnt til heimamanna sem gesta.
Nánari upplýsingar um matseðil og þjónustu Wok to Walk má finna á heimasíðunni woktowalk.is.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý






