Frétt
WACS Dómaranámskeið
Stjórnendur námskeiðsins voru Gert Klötzke frá Svíþjóð og Tony Jackson frá Skotlandi, en þeir eru báðir meðlimir í Culinary Committe hjá WACS. Var þarna farið yfir kalda borðið sem og heita matinn. Spunnust góðar umræður um keppnismat og fleira tengt því. Fyrirlesturinn hjá Tony var mjög fróðlegur.
Hópurinn samanstóð af þáttakendum frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Ísland, en því miður komust Danir ekki.
Þeir sem voru fulltrúar KM að þessu sinni voru Alfreð Ómar Alfreðsson, Bjarni Gunnar Kristinsson, Brynjar Eymundsson, Ragnar Ómarsson og Sverrir Halldórsson og hafa þessir aðilar öðlast réttindi til að dæma á vegum WACS um allan heim, hvort sem er í kalda matnum eða heita og eiga Íslendingar því 6 alþjóðlega dómara í matreiðslu þar sem Jakob H. Magnússon var með réttindin fyrir.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






