Freisting
Von á um 60 skemmtiferðaskipum næsta sumar
Útlit er fyrir að 59 skemmtiferðaskip muni hafa viðkomu á Akureyri næsta sumar, nokkru fleiri en var á liðnu sumri þegar 56 slík skip sigldu inn Eyjafjörðinn. „Það er langt komið að bóka skipin,“ segir Pétur Ólafsson, markaðs- og skrifstofustjóri Hafnarsamlags Norðurlands. Nú fyrir helgi duttu tvö skip út, en önnur gætu komið í staðinn. Hann segir því spáð að 8-9% aukning verði á þessum vettvangi á næstu árum, þ.e. farþegum mun fjölga um þessi tæpu 10% á komandi árum. Farþegar á skipunum á liðnu sumri voru um 44-5 þúsund talsins og í áhöfnum skipanna um 22 þúsund manns.Tekjur Hafnasamlagsins námu um 175 milljónum króna á síðastliðnu ári, sem er svipað og var árið á undan. Landaður afli var um 65 þúsund tonn, um 5 þúsund tonnum meira en var árið 2004. Minna var landað af bolfiski, frystum fiski og rækju, en aukning varð á milli ára hvað síld og loðnu varðar. Flutningar um höfnina voru tæplega 140 þúsund tonn, sem er töluvert minna en var árið á undan, þegar um 180 þúsund tonn af vörum fóru um höfnina.
greint frá á mbl.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið