Freisting
Von á um 60 skemmtiferðaskipum næsta sumar
Útlit er fyrir að 59 skemmtiferðaskip muni hafa viðkomu á Akureyri næsta sumar, nokkru fleiri en var á liðnu sumri þegar 56 slík skip sigldu inn Eyjafjörðinn. „Það er langt komið að bóka skipin,“ segir Pétur Ólafsson, markaðs- og skrifstofustjóri Hafnarsamlags Norðurlands. Nú fyrir helgi duttu tvö skip út, en önnur gætu komið í staðinn. Hann segir því spáð að 8-9% aukning verði á þessum vettvangi á næstu árum, þ.e. farþegum mun fjölga um þessi tæpu 10% á komandi árum. Farþegar á skipunum á liðnu sumri voru um 44-5 þúsund talsins og í áhöfnum skipanna um 22 þúsund manns.Tekjur Hafnasamlagsins námu um 175 milljónum króna á síðastliðnu ári, sem er svipað og var árið á undan. Landaður afli var um 65 þúsund tonn, um 5 þúsund tonnum meira en var árið 2004. Minna var landað af bolfiski, frystum fiski og rækju, en aukning varð á milli ára hvað síld og loðnu varðar. Flutningar um höfnina voru tæplega 140 þúsund tonn, sem er töluvert minna en var árið á undan, þegar um 180 þúsund tonn af vörum fóru um höfnina.
greint frá á mbl.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu