Freisting
Von á um 60 skemmtiferðaskipum næsta sumar
Útlit er fyrir að 59 skemmtiferðaskip muni hafa viðkomu á Akureyri næsta sumar, nokkru fleiri en var á liðnu sumri þegar 56 slík skip sigldu inn Eyjafjörðinn. „Það er langt komið að bóka skipin,“ segir Pétur Ólafsson, markaðs- og skrifstofustjóri Hafnarsamlags Norðurlands. Nú fyrir helgi duttu tvö skip út, en önnur gætu komið í staðinn. Hann segir því spáð að 8-9% aukning verði á þessum vettvangi á næstu árum, þ.e. farþegum mun fjölga um þessi tæpu 10% á komandi árum. Farþegar á skipunum á liðnu sumri voru um 44-5 þúsund talsins og í áhöfnum skipanna um 22 þúsund manns.Tekjur Hafnasamlagsins námu um 175 milljónum króna á síðastliðnu ári, sem er svipað og var árið á undan. Landaður afli var um 65 þúsund tonn, um 5 þúsund tonnum meira en var árið 2004. Minna var landað af bolfiski, frystum fiski og rækju, en aukning varð á milli ára hvað síld og loðnu varðar. Flutningar um höfnina voru tæplega 140 þúsund tonn, sem er töluvert minna en var árið á undan, þegar um 180 þúsund tonn af vörum fóru um höfnina.
greint frá á mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10