Uncategorized
VoloRosso Rosso valið bestu kaupin í Gestgjafanum í apríl
Í nýjasta hefti Gestgjafans velur Þorri Hringsson vínið VoloRosso Rosso sem bestu kaupin í apríl mánuði í Gestgjafanum.
Vínið sem er ný komið á markað hérlendis hefur fengið mjög góðar viðtökur en það er nú í sölu í Heiðrúnu og Kringlunni auk þess sem það fæst á nokkrum veitingahúsum.
VoloRosso Rosso er ættað frá Sikiley og er uppistaðan í víninu þrúgan Nero d’Avola, Þorri hefur þetta um vínið að segja.:
„Þetta vín leynir á sér. Satt að segja býst maður ekki við miklu sé miðað við verð og uppruna (og umbúðir að einhverju leyti, ekki er maður alveg laus við hégómann) en þegar maður smakkar það fordómalaust er þetta merkilega gott og gómsætt matarvín sem maður getur vel hugsað sér að hafa oft á borðum.
Það kemur frá Sikiley, er blanda úr þrúgum sem eru upprunnar þar og hefur meðaldjúpan, rauðfjólubláan lit og einfalda en aðlaðandi angan. Greina má sprittlegin kirsuber, rauð ber og lakkrís. Í munni er vínið þurrt, með góða sýru og merkilega langa bragðendingu. Það er meðal bragðmikið og einfalt en sérlega alþýðlegt og þykist ekki vera neitt annað en það er.
Þarna eru glefsur af rauðum og dökkum berjum, ásamt súkkulaði, og þessi bitri vinkill sem er svo góður í ítölskum vínum. Passar vel með bragðmeiri Miðjarahafsmat, pottréttum og pasta. Kælið það aðeins fyrir neyslu.
Í reynslusölu vínbúðanna 990 kr. Mjög góð kaup.“
Af heimasíðu Rolf Johansen & Company.
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit