Vertu memm

Freisting

Vínbóndinn Sting

Birting:

þann

Tónlistarmaðurinn Sting hefur valið sér nýjan starfsvettvang – hann er orðinn vínbóndi. Sting hefur þegar framleitt 30 þúsund flöskur af lífrænt ræktuðu rauðvíni. Eru þrúgurnar í vínið ræktaðar á eign tónlistarmannsins í Toscana héraði á Ítalíu. Er landareign hans metin á fjóra milljónir punda.

Verða fyrstu flöskurnar, sem eru árgangur 2007, settar í sölu í september. Á fundi í héraðinu í gærkvöldi sagði Sting að enn eigi eftir að gefa framleiðslunni nafn en hann vinni að því.

Sting keypti jörðina, sem er í Figline Valdarno suður af Flórens, árið 1997 og býr þar. Segist hann vilja verja landbúnað héraðsins og lífræna ræktun þar. „Frá því í janúar hefur ég ferðast einn og hálfan hring umhverfis jörðina. Þegar ég kem heim þá anda ég djúpt að mér og segi við sjálfan mig ég er kominn heim.“

Af vef Mbl.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið