Uncategorized
Vín mánaðarins og bestu kaupin í febrúarblaði Gestgjafans
Vesevo Sannio Falanghina 2004 hefur verið valið vín mánaðarins í nýjasta tölublaði Gestgjafans sem var að koma út. Auk þess er vínið einnig valið bestu kaupin í blaðinu og er þetta sennilega í fyrsta sinn sem sama vínið er valið bæði vín mánaðarins og bestu kaupin.
Vínið kemur frá vínframleiðandanum Vesevo í Campania héraðinu á Ítalíu, en fyrirtækið var stofnað fyrir nokkrum árum síðan og er Mario Ercolino víngerðarmaður fyrirtækisins en hann var áður einn af eigendum Feudi di San Gregorio.
Vesevo Sanni Falanghina er gert úr Falanghina þrúgunni, en vín úr þessari þrúgu hafa aðallega verið gerð í Campania héraðinu á Ítalíu og er talið að uppruna þrúgunnar megi rekja til Grikklands og að Rómverjar hafi komið með hana til Ítalíu á sínum tíma.
Þorri Hringsson skrifar mjög vel um vínið og segir meðal annars. ,,Það hefur ljósgylltan lit og unaðslega angan af peru, perubrjóstsykri, þroskuðum eplum, steinefnum, melónu, sítrusávöxtum og niðursoðnum aprikósum. Það er nokkuð bragðmikið, þurrt og sýru-og ávaxtaríkt með góða lengd og frísklegan keim. Mjög góð kaup.“
Orðrétt af vef Rolf Johansen & Company
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDonald Trump hótar 200 prósenta tollum á frönsk vín og kampavín eftir að Frakkar draga lappirnar
-
Frétt3 dagar síðanNeytendur með ofnæmi varaðir við vöru sem seld var í Costco á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanStóra veislusýningin í Múlabergi





