Vertu memm

Uncategorized

Vín mánaðarins og bestu kaupin í febrúarblaði Gestgjafans

Birting:

þann

Vesevo Sannio Falanghina 2004 hefur verið valið vín mánaðarins í nýjasta tölublaði Gestgjafans sem var að koma út.  Auk þess er vínið einnig valið bestu kaupin í blaðinu og er þetta sennilega í fyrsta sinn sem sama vínið er valið bæði vín mánaðarins og bestu kaupin.

Vínið kemur frá vínframleiðandanum Vesevo í Campania héraðinu á Ítalíu, en fyrirtækið var stofnað fyrir nokkrum árum síðan og er Mario Ercolino víngerðarmaður fyrirtækisins en hann var áður einn af eigendum Feudi di San Gregorio.
 
Vesevo Sanni Falanghina er gert úr Falanghina þrúgunni, en vín úr þessari þrúgu hafa aðallega verið gerð í Campania héraðinu á Ítalíu og er talið að uppruna þrúgunnar megi rekja til Grikklands og að Rómverjar hafi komið með hana til Ítalíu á sínum tíma.

Þorri Hringsson skrifar mjög vel um vínið og segir meðal annars. ,,Það hefur ljósgylltan lit og unaðslega angan af peru, perubrjóstsykri, þroskuðum eplum, steinefnum, melónu, sítrusávöxtum og niðursoðnum aprikósum.  Það er nokkuð bragðmikið, þurrt og sýru-og ávaxtaríkt með góða lengd og frísklegan keim. Mjög góð kaup.“ 

 

Orðrétt af vef Rolf Johansen & Company

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið