Uncategorized
Vín mánaðarins og bestu kaupin í febrúarblaði Gestgjafans
Vesevo Sannio Falanghina 2004 hefur verið valið vín mánaðarins í nýjasta tölublaði Gestgjafans sem var að koma út. Auk þess er vínið einnig valið bestu kaupin í blaðinu og er þetta sennilega í fyrsta sinn sem sama vínið er valið bæði vín mánaðarins og bestu kaupin.
Vínið kemur frá vínframleiðandanum Vesevo í Campania héraðinu á Ítalíu, en fyrirtækið var stofnað fyrir nokkrum árum síðan og er Mario Ercolino víngerðarmaður fyrirtækisins en hann var áður einn af eigendum Feudi di San Gregorio.
Vesevo Sanni Falanghina er gert úr Falanghina þrúgunni, en vín úr þessari þrúgu hafa aðallega verið gerð í Campania héraðinu á Ítalíu og er talið að uppruna þrúgunnar megi rekja til Grikklands og að Rómverjar hafi komið með hana til Ítalíu á sínum tíma.
Þorri Hringsson skrifar mjög vel um vínið og segir meðal annars. ,,Það hefur ljósgylltan lit og unaðslega angan af peru, perubrjóstsykri, þroskuðum eplum, steinefnum, melónu, sítrusávöxtum og niðursoðnum aprikósum. Það er nokkuð bragðmikið, þurrt og sýru-og ávaxtaríkt með góða lengd og frísklegan keim. Mjög góð kaup.“
Orðrétt af vef Rolf Johansen & Company
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill