Uncategorized
Vín frá Nýja Sjálandi eru að sýna sig aftur!!
Fyrir nokkrum árum var ekki talað um annað hjá vínáhugamönnum hér á landi en Ný Sjálensk vín. Fullt af virkilega góðum framleiðendum kom á markaðinn meðal annars , Stoneleigh og Montana og svo seinna Babich. En einhvern veginn datt botninn úr. Vínáhugafólk fór yfir í eitthvað annað og nýrri vín á Íslandi og virtist hafa gleymt þessum ágætis vínum frá Nýja Sjálandi. En það virðist vera að fólk er farið að muna eftir þessu ágætis svæði aftur. Salan á vínunum er ekki gríðarleg en samt stöðug, gæðin hafa aldrei verið betri og verðið hefur haldist nánast óbreytt.
Ekki bara Sauvignon Blanc.
Þó að margir vilji meina að ekkert svæði í nýja heiminum búi til betri Sauvignon Blanc, eru Ný Sjálenskir framleiðendur að gera mjög góða hluti með aðrar vínþrúgur og sem dæmi er hægt að nefna tísku vínþrúgan í dag Pinot Noir. Annað sem flestir vínframleiðendur þar á bæ eru að gera er að setja screw cap á allar vínflöskur, og því ekki? Flest vínin þeirra eru ætluð til þess að drekka ung.
Nýlega fékk ég að smakka vín frá Saint Clair vínframleiðandanum. Línan sem ég smakkaði heitir Vicar´s Choice og í heild voru gæðin mjög góð sérstaklega miðað við verðið. Vínin byrjuðu í reynslusölu 1. júní og ég lít á þau sem tilvalin sumarvín.
Hægt er að skoða lýsingar og niðurstöður hér á Smakkarinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði