Markaðurinn
Viltu vinna milljón í boði Nóa Kropps?
Nóa Kropp er ekki bara eitt vinsælasta sælgæti þjóðarinnar, heldur er það líklega einnig það gjafmildasta. Þriðja árið í röð hefur Nói Síríus nefnilega hleypt af stokkunum leik þar sem Nóa Kropps aðdáendur geta unnið milljón krónur í reiðufé. Það eina sem þarf að gera til að taka þátt er að kaupa tvo poka af Nóa Kroppi, taka mynd af kvittuninni og senda á [email protected].
„Viltu vinna milljón er okkar leið til að deila gleðinni og gefa sælkerum landsins færi á að vinna sér inn milljón krónur með því einu að gleðja bragðlaukana,“
segir Alda Björk Larsen markaðsstjóri Nóa Síríus.
„Það er einfalt að vera með og krefst þess eingöngu að þú kaupir tvo poka af þínu uppáhalds Nóa Kroppi, eitthvað sem gleður strax en gefur um leið færi á óvæntum vinningi,“
bætir Alda við en dregið verður í leiknum hinn 31. ágúst næstkomandi.
Nóa Kropp, sem fagnar einmitt fjörutíu ára afmæli um þessar mundir, er fáanlegt í ýmsum gómsætum útgáfum í verslunum. Sumar Kropp ársins, Cappuccino Kroppið, hefur vakið mikla lukku og klassíska Nóa Kroppið sem glatt hefur landsmenn á góðum stundum í áratugi stendur alltaf fyrir sínu, enda verið eitt vinsælasta sælgæti þjóðarinnar í áratugi. Svo eru mörg okkar sólgin í kröftugt bragðið af Nóa Kroppi með pipardufti og fyrir þau sem vilja örlítið hærra hlutfall af ljúffengu rjómasúkkulaðinu er Nóa Kropp súkkulaðistykkið fullkomið.
Að lokum er svo rétt að minna á fyrrum Nóa Kropp ársins, Nóa Kropp með karamellubragði, sem var endurútgefið fyrir nokkru og verður fáanlegt í takmarkaðan tíma.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum