Íslandsmót iðn- og verkgreina
Viltu vera fulltrúi Íslands í EuroSkills 2023 í Póllandi?
Dagana 16.- 18. mars 2023 mun fara fram Íslandsmót iðngreina í Laugardalshöllinni.
Af því tilefni erum við að leita af okkar hæfustu ungu einstaklingum til að verða fulltrúar Íslands í EuroSkills 2023 sem fara mun fram í Gdansk í Póllandi.
Einu skilyrðin til þátttöku er að viðkomandi sé fæddur 1998 eða seinna, þá gildir einu hvort viðkomandi sé útlærður eða á samningi í sinni grein.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að efla sig í sinni grein að taka þátt.
Þeir sem sjá um að allt fari fram eftir reglum eru þeir Sigurður Borgar framreiðslumaður og Sigurjón Bragi matreiðslumaður.
Hægt að skrá sig til keppni eða senda fyrirspurnir á netföngin:
sigurdur@monkeys.is
sigurjonbragi@gmail.com
Mynd: úr safni

-
Frétt3 dagar síðan
Kastrup lokað vegna skattaskulda – Jón Mýrdal: Ég hélt að ég hefði helgina
-
Keppni2 dagar síðan
Þýska kjötiðnaðarsýningin IFFA 2025: Stórviðburður fyrir fagfólk – Ísland tekur þátt í alþjóðlegri keppni
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Bill Stoller, frumkvöðull í víngerð í Oregon, látinn 74 ára að aldri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Tæknibylting í bjórframleiðslu: Bragðast bjórinn undarlega? Snjallsíminn veit hvers vegna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Fagmennska og virðing í fyrirrúmi þegar KM heiðrar sína fremstu menn – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lambalæri með hvítlauk og rósmarín á hálfvirði – lúxus á frábæru verði
-
Frétt3 dagar síðan
Salmonella í kjúklingi: Matfugl innkallar ferskar afurðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sumarstemning og handgerðir konfektmolar á Siglufirði – Síldarkaffi opnar dyr sínar