Freisting
Villtir dagar á Fjalakettinum og ný heimasíða
|
|
Veitingahúsið Fjalakötturinn hefur opnað glæsilega vefsíðu, en þar ber að líta matseðilinn, vínseðilinn, vídeó og ýmis tilboð sem veitingahúsið býður upp á hverju sinni og margt fleira.
Yfirmatreiðslumaður Fjalakattarins er Haukur Gröndal.
Fram til 20. nóvember býður Haukur upp á villibráðamatseðil.
Villibráðamatseðillinn:
Villtur fordrykkur
Hreindýra carpaccio með bláberjum og kryddjurtarsalati
Waldorfsúpa
Dönsk gráandarbringa með sellerýrót, blómkáli og portvínssósu
Súkkulaði mousse og jarðarberja jógúrt ís með kardimomu karamellusósu
Kr. 7000.-
Haukur verður einnig í jólaskapi og kemur til með að bjóða upp á þriggja rétta jólaseðil Fjalakattarins á 6.900 krónur fyrir manninn. Jólaseðillinn tekur gildi frá og með 20. nóvember og verður út desember.
Jólaseðillinn í ár verður:
Forréttur
Blandaður jóladiskur: Jóla síld, reykt önd, heitreyktur silungur og grafinn lax.
Humarsúpa með hvítlauksristuðum humri
Aðalréttur
Purusteik með karamelluðum eplum og kartöfluköku með heimagerðu rauðkáli
eða
Steiktur hreindýravöðvi með kartöflu laukköku, rótargrænmeti, selleryrót og portvínssósu
Eftirréttur
Kanil crème brûlée með epla ískrapi og piparkökum
Á aðfangadag, jóladag og gamlárskvöld er sérstakur jóla- og áramótamatseðill, en hægt er að lesa nánar um hann með því að smella hér
Nýja heimasíðan er á eftirfarandi vefslóð www.fjalakotturinn.is
Mynd: fjalakotturinn.is
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






