Vertu memm

Freisting

Villtir dagar á Fjalakettinum og ný heimasíða

Birting:

þann


Haukur Gröndal

Veitingahúsið Fjalakötturinn hefur opnað glæsilega vefsíðu, en þar ber að líta matseðilinn, vínseðilinn, vídeó og ýmis tilboð sem veitingahúsið býður upp á hverju sinni og margt fleira.

Yfirmatreiðslumaður Fjalakattarins er Haukur Gröndal.

Fram til 20. nóvember býður Haukur upp á villibráðamatseðil.

Villibráðamatseðillinn:

Villtur fordrykkur

Hreindýra „carpaccio“ með bláberjum og kryddjurtarsalati

Waldorfsúpa

Dönsk gráandarbringa með sellerýrót, blómkáli og portvínssósu

Súkkulaði mousse og jarðarberja jógúrt ís með kardimomu karamellusósu

Kr. 7000.-

Haukur verður einnig í jólaskapi og kemur til með að bjóða upp á þriggja rétta jólaseðil Fjalakattarins á 6.900 krónur fyrir manninn.  Jólaseðillinn tekur gildi frá og með 20. nóvember og verður út desember.

Jólaseðillinn í ár verður:

Forréttur
Blandaður jóladiskur: Jóla síld, reykt önd, heitreyktur silungur og grafinn lax.
Humarsúpa með hvítlauksristuðum humri

Aðalréttur
Purusteik með karamelluðum eplum og kartöfluköku með heimagerðu rauðkáli
eða
Steiktur hreindýravöðvi með kartöflu laukköku, rótargrænmeti, selleryrót og portvínssósu

Eftirréttur
Kanil “crème brûlée” með epla ískrapi og piparkökum

Á aðfangadag, jóladag og gamlárskvöld er sérstakur jóla- og áramótamatseðill, en hægt er að lesa nánar um hann með því að smella hér

Nýja heimasíðan er á eftirfarandi vefslóð www.fjalakotturinn.is

/Smári

Mynd: fjalakotturinn.is

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið