Smári Valtýr Sæbjörnsson
Villibráðarhlaðborð villta kokksins
Hinn margrómaði matreiðslumeistari Úlfar Finnbjörnsson, oft kallaður Villti Kokkurinn, verður með gómsætt villibráðahlaðborð á Grand Restaurant helgina 14. – 15. október næstkomandi. Þar mun Úlfar leika lausum hala og töfra fram um 60 ómótstæðilega veislurétti matreidda úr íslenskri og erlendri úrvals villibráð.
Sjá einnig: Án efa besta villibráðarborð landsins og Villibráð á Grand hótel – Myndir og vídeó
Samstarf Grand Restaurant og Úlfars er alls ekki nýtt af nálinni en vegna vinsælda hefur hlaðborðið orðið að árlegum viðburði. Úlfar er heldur enginn nýgræðingur í þessum bransa en hann hefur rekið vinsæla veitingastaði, verið í kokkalandsliðinu, séð um sjónvarpsþætti og skrifað verðlaunabækur um villibráð.
Sjá einnig: Velgengni Kokkalandsliðsins allt til ársins 1978
Villibráðahlaðborðið á Grand verður bara vinsælla með hverju árinu og því betra að bóka fyrr en síðar. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.grand.is
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






