Smári Valtýr Sæbjörnsson
Villibráðarhlaðborð villta kokksins
Hinn margrómaði matreiðslumeistari Úlfar Finnbjörnsson, oft kallaður Villti Kokkurinn, verður með gómsætt villibráðahlaðborð á Grand Restaurant helgina 14. – 15. október næstkomandi. Þar mun Úlfar leika lausum hala og töfra fram um 60 ómótstæðilega veislurétti matreidda úr íslenskri og erlendri úrvals villibráð.
Sjá einnig: Án efa besta villibráðarborð landsins og Villibráð á Grand hótel – Myndir og vídeó
Samstarf Grand Restaurant og Úlfars er alls ekki nýtt af nálinni en vegna vinsælda hefur hlaðborðið orðið að árlegum viðburði. Úlfar er heldur enginn nýgræðingur í þessum bransa en hann hefur rekið vinsæla veitingastaði, verið í kokkalandsliðinu, séð um sjónvarpsþætti og skrifað verðlaunabækur um villibráð.
Sjá einnig: Velgengni Kokkalandsliðsins allt til ársins 1978
Villibráðahlaðborðið á Grand verður bara vinsælla með hverju árinu og því betra að bóka fyrr en síðar. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.grand.is
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati