Frétt
Villandi tilboðsmerking á Costco nautahakki
Neytendastofu barst ábending um að tilboðsmerking Costco Wholesale Iceland ehf. á nautahakki væri villandi fyrir neytendur þar sem óljóst væri af tilboðsmerkingunni hvað fælist í raun og veru í tilboðinu.
Engar efnislegar skýringar bárust frá Costco.
Að mati stofnunarinnar var framsetning á tilboðinu þannig að óljóst væri hvað fælist í verðlækkuninni og hvert endanlegt verð vörunnar væri eða hvernig það væri reiknað út. Framsetningin hafi þar af leiðandi falið í sér villandi upplýsingar um verð á hverja pakkningu af nautahakki og að viðskiptahættir félagsins væru líklegir til þess að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda.
Bannaði Neytendastofa Costco að viðhafa viðskiptahætti þessa.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni10 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum






