Frétt
Villandi tilboðsmerking á Costco nautahakki
Neytendastofu barst ábending um að tilboðsmerking Costco Wholesale Iceland ehf. á nautahakki væri villandi fyrir neytendur þar sem óljóst væri af tilboðsmerkingunni hvað fælist í raun og veru í tilboðinu.
Engar efnislegar skýringar bárust frá Costco.
Að mati stofnunarinnar var framsetning á tilboðinu þannig að óljóst væri hvað fælist í verðlækkuninni og hvert endanlegt verð vörunnar væri eða hvernig það væri reiknað út. Framsetningin hafi þar af leiðandi falið í sér villandi upplýsingar um verð á hverja pakkningu af nautahakki og að viðskiptahættir félagsins væru líklegir til þess að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda.
Bannaði Neytendastofa Costco að viðhafa viðskiptahætti þessa.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Mynd: úr safni

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata