Frétt
Villandi auglýsingar Nýju Vínbúðarinnar
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart 55 Mayfair Online ltd., rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar, vegna viðskiptahátta félagsins. Neytendastofu bárust ábendingar um að á vefsíðu félagsins væri fullyrt að vörur félagsins væru „allt að 40% ódýrari“ án þess að tekið væri fram um við hvað væri átt.
Þá óskaði Neytendastofa eftir upplýsingum um framsetningu verðs á vefsíðu Nýju Vínbúðarinnar en þar væri iðulega birt yfirstrikað verð og svo lægra verð þar við hliðina á og því mætti ætla að verið væri að selja vörur á lækkuðu verði. Þá gerði Neytendastofa athugasemdir við að vörur hefðu verið auglýstar í takmörkuðu magni án þess að tilgreint hefði verið nákvæmlega hvaða vörur væru boðnar til sölu í takmörkuðu magni eða hversu mikið af vörunni/vörunum hafi verið í boði.
Í svörum Nýju Vínbúðarinnar kom fram að yfirstrikað verð á vefsíðu Nýju Vínbúðarinnar væri verð í Vínbúðum ÁTVR og því sé verið að bera saman verð Nýju Vínbúðarinnar við verð í verslunum ÁTVR, eina samkeppnisaðila félagsins á þeim tíma. Vísun í „allt að 40% ódýrari“ sé því ekki vísun í afslátt heldur væri þetta verð í verslunum ÁTVR borið saman við verð í vefverslun félagsins.
Er varði takmarkað magn þá sé það fyrst og fremst sett fram um ýmsar vörur sem framleiddar séu í takmörkuðu upplagi.
Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju Vínbúðarinnar væri til þess fallin að telja neytendum trú um að þeir væru að kaupa vörur á lægra verði en þær hafi áður verið seldar á hjá Nýju Vínbúðinni. Með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem ekki voru færðar sönnur á fullyrðinguna.
Þá hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar brotið gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur sé um að ræða eða hve mikið magn sé í boði.
Bannaði Neytendastofa rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Mynd: úr safni
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt5 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala