Vertu memm

Freisting

Vilja leyfa erfðabreytt matvæli

Birting:

þann

Danir munu greiða atkvæði með því að leyfa innflutning á erfðabreyttum matvælum, þegar landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins fjalla um málið, á morgun. Danska blaðið Politiken segir að þetta sé til komið vegna kúvendingar hjá dönskum jafnaðarmönnum. Hin borgaralega ríkisstjórn Danmerkur geti nú tekið afstöðu til hverrar umsóknar fyrir sig í staðinn fyrir að segja blankt nei við öllu.

Umhverfisverndarsinnar hafa tekið þessari breytingu illa, ekki síst Grænfriðungar sem lengi hafa barist gegn erfðabreyttum matvælum. Danskir jafnaðarmenn segja að þeir hafi breytt afstöðu sinni vegna þess að Evrópusambandið hafi nú sett svo skýrar og ákveðnar reglur um rekjanleika og merkingar erfðabreyttra matvæla að ekki sé lengur ástæða til þess að vera á móti þeim.

Erfðabreytt matvæli hafa lengi verið notuð í Bandaríkjunum en hins vegar hefur verið talsverð andstaða við þau í Evrópu.

Visir.is greindi frá

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið