Freisting
Vilja leyfa erfðabreytt matvæli
Danir munu greiða atkvæði með því að leyfa innflutning á erfðabreyttum matvælum, þegar landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins fjalla um málið, á morgun. Danska blaðið Politiken segir að þetta sé til komið vegna kúvendingar hjá dönskum jafnaðarmönnum. Hin borgaralega ríkisstjórn Danmerkur geti nú tekið afstöðu til hverrar umsóknar fyrir sig í staðinn fyrir að segja blankt nei við öllu.
Umhverfisverndarsinnar hafa tekið þessari breytingu illa, ekki síst Grænfriðungar sem lengi hafa barist gegn erfðabreyttum matvælum. Danskir jafnaðarmenn segja að þeir hafi breytt afstöðu sinni vegna þess að Evrópusambandið hafi nú sett svo skýrar og ákveðnar reglur um rekjanleika og merkingar erfðabreyttra matvæla að ekki sé lengur ástæða til þess að vera á móti þeim.
Erfðabreytt matvæli hafa lengi verið notuð í Bandaríkjunum en hins vegar hefur verið talsverð andstaða við þau í Evrópu.
Visir.is greindi frá
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir1 dagur síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa





