Freisting
Vilja leyfa erfðabreytt matvæli
Danir munu greiða atkvæði með því að leyfa innflutning á erfðabreyttum matvælum, þegar landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins fjalla um málið, á morgun. Danska blaðið Politiken segir að þetta sé til komið vegna kúvendingar hjá dönskum jafnaðarmönnum. Hin borgaralega ríkisstjórn Danmerkur geti nú tekið afstöðu til hverrar umsóknar fyrir sig í staðinn fyrir að segja blankt nei við öllu.
Umhverfisverndarsinnar hafa tekið þessari breytingu illa, ekki síst Grænfriðungar sem lengi hafa barist gegn erfðabreyttum matvælum. Danskir jafnaðarmenn segja að þeir hafi breytt afstöðu sinni vegna þess að Evrópusambandið hafi nú sett svo skýrar og ákveðnar reglur um rekjanleika og merkingar erfðabreyttra matvæla að ekki sé lengur ástæða til þess að vera á móti þeim.
Erfðabreytt matvæli hafa lengi verið notuð í Bandaríkjunum en hins vegar hefur verið talsverð andstaða við þau í Evrópu.
Visir.is greindi frá

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars