Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Vilhelm Patrick sækir um leyfi fyrir mathöll við Glerárgötu 28 á Akureyri
„Þetta er á frumstigi og alveg óvíst hvað af verður,“
segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi jarðhæðar hússins númer 28 við Glerárgötu í samtali við Vikublaðið á Akureyri.
Hann hefur sótt um leyfi til skipulagssviðs Akureyrarbæjar fyrir mathöll í húsinu. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu að því er fram kemur í bókun skipulagsráðs vegna fyrirspurnarinnar.
Skipulagsráð hefur samþykkt að grenndarkynna áformin þegar fullnægjandi göng hafa borist og en kynna þarf erindið fyrir húseigendum og rekstraraðilum við Glerárgötu 26, 28 og 30.
Vilhelm á jarðhæð hússins við Glerárgötu 28. Ásprent var þar með rekstur um árabil, en félagið varð gjaldþrota á fyrri hluta síðasta árs. Prentmet Oddi leigir nú um það bil einn þriðja af jarðhæðinni undir sína starfsemi, af því er fram kemur á vef Vikublaðsins sem fjallar meira um málið.
Mynd: Vikublaðið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?