Uppskriftir
Viktor Örn og Ragnar Freyr elda saman – Hér er uppskrift af ljúffengu lambaprime
Um þessar mundir fara fram tökur á þriðja og fjórða þættinum Lambið og miðin, en þáttastjórnandi er sem flestir matgæðingar þekkja Ragnar Frey Ingvarsson, Lækninn í eldhúsinu.
Upptökur hafa farið fram á Snæfellsnesi, við Stykkishólm, Hellnar, á Búðum, undir rótum Kirkjufells og í Flatey.
Ein upptaka var tekin við Hótel Búðir þar sem að Ragnar fékk til sín gestakokk, sjálfan Viktor Örn Andrésson sem hlaut bronsverðlaun í Bocuse d´Or 2017. Eldaður var hinn frægi réttur „Moules Frites“ sem saman stendur af soðnum krækling og frönskum kartöflum.
Uppskrift
Með fylgir uppskrift frá Ragnari af ljúffengu lambaprime á beði af flauelsmjúku byggotto og parmaosti
Og þetta er meira að segja fljótleg uppskrift – ætti ekki að taka mikið meira en hálfa klukkustund frá upphafi til enda.
400 g lambaprime
blóðbergssalt
pipar
2 msk jómfrúarolía
1 msk fersk kryddblanda (fjalldrapi, blóðberg, bláberjalyng)
250 g bygg
2 öskjur (300 g) af íslenskum kastaníusveppum
100 g smjör
1/2 rauðlaukur
3 hvítlauksrif
1 lambateningur
salt og pipar
250 rjómi
100 ml vatn
1 rjómaostur með kryddblöndu
ferskar íslenskar kryddjurtir – steinselja og timían – og smá viðbót til skrauts
parmaostur
góð jómfrúarolía
Aðferð:
- Ég átti nokkra sveppi afgangs frá því að við vorum í tökum um helgina. Og það er engin ástæða til að láta þá fara til spillis. Skar niður sveppina heldur gróflega ásamt rauðlauknum.
- Steikti svo sveppina og laukinn upp úr helmingum af smjörinu. Saltaði og pipraði.
- Skar svo hvítlaukinn niður og steikti svo með sveppunum og lauknum. Það er ágætt að bíða aðeins með hvítlaukinn – þar sem hann má ekki brenna. Þá verður hann bitur og leiðinlegur.
- Steikið sveppina þangað til að þeir hafa tekið á sig fallegan karmelliseraðan lit.
- Svo er bara að hita vatn í potti, salta það ríkulega og sjóða byggið í 15 mínútur.
- Þegar byggið var farið að sjóða setti ég einn tening af lambakrafti saman við. Bara til að fá aukið bragð af korninu.
- Þegar byggið var soðið – en aðeins undir tönn, „al dente“, þá bætti ég því á pönnuna með sveppunum og blandaði vel saman. Skar niður steinselju og timían og hrærði saman við.
- Hellti svo rjómanum saman við og sauð upp. Bætti einnig vatni á pönnuna.
- Þegar rjóminn var farinn að krauma setti ég rjómaostinn saman við.
- Tók svo kryddjurtirnar og hakkaði niður vandlega.
- Nuddaði lambið upp úr olíu, saltaði og pipraði og sáldraði svo kryddinu frá Grétu yfir.
- Brúnaði lambið að utan á blússheitu grilli.
- Skellti því svo inn í heitan ofn með hitamæli og tók út þegar það náði 52 gráðum í kjarnhita. Hvíldi í nokkrar mínútur áður en ég skar það í sneiðar.
- Lagði byggotto á disk, raspaði parmaost yfir, smá jómfrúarolíu og skreytti með fersku timían.
- Þetta var einstaklega vel heppnuð og ljúffeng máltíð. Ég hvet ykkur eindregið til að prófa enda íslensk hráefni í aðalhlutverki.
Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson, Læknirinn í eldhúsinu.
Myndir: facebook / Hótel Búðir
Mynd af lambaréttinum: Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s
-
Pistlar11 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir