Smári Valtýr Sæbjörnsson
Viktor á Taste of Iceland | „F*** liquid nitro sendillinn missti 200 L kút og tappinn sprakk af“

Allt getur gerst í flutningum, en Viktor birti þessa mynd á Instagram þar sem hann segir: „F*** liquid nitro sendillinn missti 200 L kút og tappinn sprakk af“.
Hátíðin “Taste of Iceland” eða upplifðu Íslenskan kúltur á besta mögulega máta hófst í dag í borginni Edmonton og stendur yfir til sunnudaginn 12. apríl n.k., en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin í Edmonton í Kanada.
Hátíðin felst í kynningu á íslenskum mat og íslenskri tónlist, en það er Viktor Örn Andrésson yfirmatreiðslumaður á Lava í Bláa Lóninu sem sér um kynningu á matnum og mun hann í samvinnu við chef Shonn Oborowsky á Characters Fine Dining reiða fram eftirfarandi matseðil:
Þeir íslensku tónlistarmenn sem fram koma á hátíðinni eru Björn Thoroddsen, Beebee and the bluebirds, Jón Hilmar Kárason og frá Edmonton koma Kim Lesaca, Dean Pierno, Bobby Cameron og Clinton Pelletier.
Nánar um hátíðina er hægt að lesa með því að smella hér.
Jújú slökkvuliðið kom og græjaði þetta
, sagði Viktor hress í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort allt hafi farið vel eftir þetta ævintýri með nítró kútinn, en nýr kútur kemur í hús í dag.
Að sjálfsögðu býður Viktor upp á Íslenskt Omnom súkkulaði á Taste of Iceland hátíðinni.
Veitingastaðurinn Characters Fine Dining er staðsettur við 10255 105 St NW í Edmonton, Alberta:
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar Viktor eldar í morgunþættinum breakfast Tv í Edmonton:
Instagram myndir: Viktor Örn
Mynd af Shonn og Hákoni: af facebook síðu Characters Restaurant.
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt5 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn3 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni4 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir2 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús








