Kokkalandsliðið
Viðtal: Fyrirliði Kokkalandsliðsins
Haft var samband við Bjarna Gunnar Kristinsson, fyrirliða Kokkalandsliðsins um hvort hægt væri að leggja fyrir hann nokkrar spurningar um undirbúning hjá liðinu fyrir heimsmeistarakeppnina í Luxembourg dagana 18 – 22 nóvember 2006.
Bjarni var að sjálfsögðu reiðubúinn að svara nokkrum spurningum.
Hvernig er „status“ hjá liðsmönnum núna?
landsliðið er að fara í sumarfrí eftir snarpa æfingarhrynu undanfarið.
Hvernig hafa æfingar farið fram?
Allt er unnið með það að vera klárir með kaldaborðið á Ostadögum í Smáralind í haust.
Nýr meðlimur?
Örvar Birgison hefur komið inn í Pastry deild liðsins og hann vinnur á Kökuhúsinu í kópavogi og Kringlunni.
Hvað er matseðillinn?
Það íslenskur fiskur í forrétt (skelfiskur og bleikja)
Lamb í aðalrétt
Súkkulaði og möndlur í eftirrétt með Apríkósum
Nánari matseðill er í vinnslu og er stefnt á æfingar í haust
Hvernig verður Line up í heita eldhúsinu hjá ykkur?
-
Foréttur verður Eyþór og Gunnar Karl
-
Aðalréttur Raggi og Siggi Gísla
-
Eftirréttur Bjarni Gunnar
-
Alfreð á frontinum, Hrefna og Örvar til taks ef eitthvað kemur upp á.
Sem sagt allir eru að vinna saman að heita eldhúsinu. Bæði með að þróa rétti og við undirbúning.
Landsliðið er skipað eftirtöldum aðilum:
-
Bjarni Gunnar Kristinsson, Yfirmatreiðslumaður Grillið Radissonsas Hótel Saga. Fyrirliði
-
Ragnar Ómarsson, Yfirmatreiðslumaður Salt, Radissonsas Hótel 1919. Þjálfari
-
Gunnar Karl Gíslason, Yfirmatreiðslumaður B5
-
Sigurður Gíslason, Yfirmatreiðslumaður Vox Nordica hotel
-
Alfreð Ómar Alfreðsson, matreiðslumeistari, GV heildverslun
-
Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, aðstoðar yfirmatreiðslumaður Sjávarkjallarinn
-
Eyþór Rúnarsson, yfirmatreiðslumaður Siggi Hall á Óðinsvéum
-
Örvar Birgisson, Bakari Nýja Kökuhúsinu
Þökkum Bjarna fyrir viðtalið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






