Viðtöl, örfréttir & frumraun
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
Ísbarinn MooGoo í Stavanger hefur notið mikilla vinsælda yfir sumartímann, en á veturna er erfiðara að laða að viðskiptavini. Þrátt fyrir að það sé ekki eins algengt að fólk neyti íss í kuldanum, heldur MooGoo opnu allt árið um kring.
Að sögn verslunarstjórans, Nathalia Zygula, er þetta gert til að tryggja að fólk muni eftir staðnum.
„Við viljum vera á markaðnum allt árið til að viðhalda starfsfólki, gæðum og ekki síst viðskiptavinum okkar,“
segir matreiðslumeistarinn og eigandinn, Sigurður Rúnar Ragnarsson í samtali við rastavanger.no.
Þrátt fyrir að það væri fjárhagslega hagkvæmara að loka yfir rólegu mánuðina, kjósa þau frekar að sýna viðskiptavinum sínum að þau séu til staðar þegar löngunin í ís kemur upp.
Á veturna er minna um viðskiptavini, en þegar sólin skín og hitastigið hækkar fyllist staðurinn af fólki. Einnig er aukin aðsókn þegar skemmtiferðaskip koma til borgarinnar eða stórir viðburðir eiga sér stað, eins og við opnun á 900 ára afmælishátíð Stavanger.
Til að mæta þörfum viðskiptavina yfir vetrartímann býður MooGoo upp á heita drykki eins og kaffi og kakó, auk fjölbreytts úrvals af ís og meðlæti fyrir þá sem vilja njóta íssins óháð veðri.
Nafnið MooGoo er uppspuni, en eigandinn útskýrir að það sé tengt við kúamyndina í merki staðarins, þar sem kýr segja „Moo“.
Ljósmyndir tók Lena Elise Svensen-Krogstad fyrir rastavanger.no
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir










