Vertu memm

Freisting

Vídeó: Ferskir og skemmtilegir matreiðsluþættir

Birting:

þann


Óli og Mummi í Hótel og Matvælaskólanum

Nýi matreiðsluþátturinn Eldum íslenskt hóf göngu sína síðastliðinn mánudag undir stjórn Bjarna G. Kristinssonar, yfirmatreiðslumeistara á Hótel Sögu.  Miðað við fyrsta þáttinn, þá má vænta ferskra og skemmtilegra þátta enda var hann virkilega góður.

Hótel og matvælaskólinn í sviðsljósinu
Bjarni segir að skoðaðar verði gamlar og góðar aðferðir á íslenskum mat í þáttunum og rætt við flotta bændur og matreiðslumenn.  Í fyrsta þættinum lék kjötsúpan aðalhlutverkið og íslenska lambið.

Það var virkilega gaman að sjá Hótel og matvælaskólann í sviðsljósinu og á Bjarni hrós skilið fyrir að plögga skólann.  Meistararakokkurinn Guðmundur Guðmundsson eða Mummi eins og hann er kallaður, kennari í Hótel og Matvælaskólanum sem kennir matreiðslunemum alla daga, sýndi áhorfendum hvernig kjötsúpan er gerð á gamla mátann.  Mummi tekur sig vel út í myndbandinu, en það er eins og hann hafi aldrei gert annað en að koma fram í sjónvarpinu og fær hann hér með hinn eftirsótta titil sjónvarpskokkurinn.

Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari kenndi síðan hvernig á að úrbeina lambalæri og voru gerð góð skil á því, enda ekki allir sem kunna það.

Rætt var við ýmsa þekkta aðila inn á milli, td. Nönnu Rögnvalds, Magnús Helga bónda, Val Frey Einarsson leikara og myndlistakonuna Ilmi M. Stefánsdóttur.

Þátturinn endar á því þegar Bjarni setur gömlu kjötsúpuna í sparifötin en heldur samt sem áður í hefðina, skemmtilegur vínkill.

Auglýsingapláss

Eftirfarandi er fyrsti þátturinn og mælum við eindregið með að fólk horfi á hann.

Mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson  |  /Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið