Freisting
Við Fjöruborðið á Stokkseyri sló met um helgina

Met féll á veitingastaðnum Við Fjöruborðið á Stokkseyri um helgina, en staðurinn afgreiddi um 800 humarskammta í gær og hafði afgreitt 700 þegar blaðamaður hafði samband rúmlega níu í gærkvöldi.
Staðurinn hefur því tekið á móti 1500 gestum á tveimur dögum, en það er um þrefaldur íbúafjöldi bæjarins, segir í frétt á Visir.is.
Þetta er mjög gaman, en jafnframt mjög mikið. Það var eiginlega allt að springa hjá okkur,“ segir eigandinn Jón Tryggvi Jónsson, en um met í sögu staðarins mun vera að ræða.
Ástæða þessara miklu viðskipta má að öllum líkindum rekja til Færeyskra fjölskyldudaga sem haldnir eru hátíðlegir um helgina, en gestir hafa að mati eins aðstandandans verið á þriðja þúsund þegar mest er.
Þar hefur verið þétt dagskrá frá morgni og fram á nótt alla helgina, en á dagskránni í kvöld er meðal annars Bryggjuball þar sem dansað verður við undirleik Kim Hansen, varðeldur og flugeldasýning, en þetta kemur fram á vef Visir.is.
Mynd: Sverrir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





