Freisting
Við Fjöruborðið á Stokkseyri sló met um helgina
Met féll á veitingastaðnum Við Fjöruborðið á Stokkseyri um helgina, en staðurinn afgreiddi um 800 humarskammta í gær og hafði afgreitt 700 þegar blaðamaður hafði samband rúmlega níu í gærkvöldi.
Staðurinn hefur því tekið á móti 1500 gestum á tveimur dögum, en það er um þrefaldur íbúafjöldi bæjarins, segir í frétt á Visir.is.
Þetta er mjög gaman, en jafnframt mjög mikið. Það var eiginlega allt að springa hjá okkur,“ segir eigandinn Jón Tryggvi Jónsson, en um met í sögu staðarins mun vera að ræða.
Ástæða þessara miklu viðskipta má að öllum líkindum rekja til Færeyskra fjölskyldudaga sem haldnir eru hátíðlegir um helgina, en gestir hafa að mati eins aðstandandans verið á þriðja þúsund þegar mest er.
Þar hefur verið þétt dagskrá frá morgni og fram á nótt alla helgina, en á dagskránni í kvöld er meðal annars Bryggjuball þar sem dansað verður við undirleik Kim Hansen, varðeldur og flugeldasýning, en þetta kemur fram á vef Visir.is.
Mynd: Sverrir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?