Markaðurinn
Við erum að flytja
Við erum stolt af því að tilkynna að nú er komið að flutningum Innnes í nýtt hátæknivöruhús, staðsett að Korngörðum 3 í Reykjavík.
Staðið verður að flutningunum í 3 þrepum og verða þá allar starfsstöðvar Innnes sameinaðar í einu húsnæði til framtíðar.
FRYSTIVARA
Samkvæmt áætlun verður flutningur á frystivöruhluta Innnes, helgina 9. – 11. október. Af þeim sökum verður lokað fyrir alla afgreiðslu frystivara:
FÖSTUDAGINN 9. OKTÓBER TIL MÁNUDAGSINS 12. OKTÓBER.
ÞURRVARA
Í kjölfarið verður flutningur á þurrvöruhluta Innnes, helgina 16. – 18. október. Af þeim sökum verður lokað fyrir afgreiðslu þurr- og frystivöru:
FÖSTUDAGINN 16. OKTÓBER TIL MÁNUDAGSINS 19. OKTÓBER.
FERSKVARA
Á næsta ári stendur til að flytja alla ferskvöru, ávexti- og grænmeti.
TILKYNNING UM NÁNARI DAGSETNINGU VERÐUR SEND ÚT ÞEGAR NÆR DREGUR EN BREYTINGAR HÉR AÐ OFAN HAFA ENGIN ÁHRIF Á DREIFINGU FERSKVÖRU ÞESSA DAGA.
SKRIFSTOFA
Þessa daga stendur yfir flutningur á skrifstofu Innnes í bráðabirgðahúsnæði að Korngörðum 2, en gera má ráð fyrir að öll starfsemi Innnes verði flutt úr Fossaleyni í lok október.
Minnum á að alltaf má ná sambandi við okkur í síma 532-4000, ef það koma upp einhverjar spurningar varðandi flutningana.
Við vonumst til þess að þú kæri viðskiptavinur finnir ekki fyrir skertri þjónustu af okkar hendi. Því viljum við biðla til þín að panta vörur tímanlega fyrir ofangreindar lokanir. Einnig viljum við biðla til þín að tryggja starfsemi þinni nægar birgðir af nauðsynlegum vörum.
Með fyrirfram þökk á þessum spennandi tímum sem framundan eru hjá Innnes,
og góðan skilning.
Með kveðju
Starfsfólk Innnes ehf
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






