Frétt
Vetrarstykki Omnom 2018
Á hverju ári býr súkkulaðismiðjan Omnom til sérstakt vetrarstykki í anda jólahátíðarinnar.
„Í ár vildum við draga fram það bragð sem minnir okkur einna helst á íslenska veturinn. Í okkar huga er ekkert vetrarlegra en kaldar nætur, myrkur, kertaljós, hlý föt og drykkir sem ylja,“
segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnenda Omnom.
„Með þessar hugmyndir að leiðarljósi hófum við að leika okkur í eldhúsinu. Við byrjuðum á því að einblína á kaffi og ýmis krydd sem kynda undir bragðlaukana. Síðan bættum við rúsínum við, sem leiddi okkur að jólaglöggi og úr varð bragðbomba sem hefur fengið nafnið Drunk Raisins + Coffee.“
Verndari villikatta
Hann segir að strax á þróunarstigi súkkulaðsins hafi sú hugmynd kviknað að starfa með Villiköttum.
„Það lá í augum uppi að vinna með söguna um jólaköttinn sem í okkar huga er verndari allra villikatta.“
Jólakötturinn minnir fólk á að hugsa til allra þeirra villikatta sem eru á flakki um landið; katta sem annaðhvort hafa verið yfirgefnir eða flúið heimili sín.
Tilvist katta í neyð er staðreynd á Íslandi og á meðan ekki er skipulagt hvernig eigi að sinna þeim er erfitt að koma í veg fyrir fjölgun þeirra. Dýraverndunarfélagið Villikettir var stofnað af nokkrum ástríðufullum einstaklingum sem í sjálfboðaliðastarfi sínu sinna þessum köttum. Markmið Villikatta er að stuðla að því að koma þessum dýrum til hjálpar með skipulögðum aðgerðum og koma í veg fyrir fjölgun þeirra. Þar vegur þyngst að ná dýrunum og gelda. Þá leitast samtökin einnig eftir að finna góð heimili fyrir villi- og vergangskettlinga sem búið er að hlúa að.
„Við erum hæstánægð með þetta samstarf og glöð að geta lagt okkar af mörkum,“
segir Kjartan að lokum.
Vetrarstykki Omnom er komið í verslanir og er einungis til í takmörkuðu upplagi.
Myndir Omnom Chocolate
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya








