Markaðurinn
Vetrardrykkir frá Lavazza
Nú er frost á fróni, frýs í æðum blóð – og því tilvalið að ylja sér með ljúffengum vetrardrykkjum frá Lavazza.
Hér eru tvær uppskriftir að jólalegum drykkjum til að gleðja bragðlaukana: Karamellu og kanil latte, og írskur sviss mokka.
Karamellu og kanil latte færir þér silkimjúka blöndu af sætum karamellutónum og hlýlegu kanilkryddi, á meðan írskur sviss mokka sameinar djúpt súkkulaðibragð, kremað kaffi og írskan innblástur.
Þú finnur allt í kaffidrykkina hér: Lavazza Jóladrykkir – Danól
Karamellu og Kanil Latte
- Tvöfaldur espresso
- 2 msk. karamellusýróp
- 2 msk. kanilsýróp
- Mjólk
- Karamellusósa
- Rjómi
Aðferð:
- Lagið espresso í stóran bolla og bætið sýrópunum saman við.
- Flóið mjólkina og hellið yfir.
- Toppið drykkinn með þeyttum rjóma og karamellusósu.
Sýróp
Kanil- og karamellusýrópin frá Teisseire eru tilvalin til að fullkomna þennan bragðgóða vetrardrykk.
Írskur Sviss Mokka
- Tvöfaldur espresso
- 2 msk. Irish cream sýróp
- 50 ml. vískí eða romm (valkvætt)
- 35-40 gr. súkkulaðidropar
- 100 ml. mjólk
- Rjómi
- Súkkulaðispænir
Aðferð:
- Lagið espresso í stóran bolla og bætið sýrópi (og áfengi) saman við.
- Flóið mjólkina ásamt súkkulaðidropunum og hellið yfir.
- Toppið drykkinn með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni.
Sýróp
Er eitthvað betra en að koma inn úr kuldanum og ylja sér með írsku kaffi? Irish cream sýrópið er nauðsynlegt til að töfra fram þessa flauelsmjúku og kremuðu áferð sem einkennir þennan vinsæla drykk.
Hafið endilega samband við ykkar sölumann eða hafið samband í síma 595-8000 fyrir frekari upplýsingar. Við minnum einnig á vefverslunina okkar, www.vefverslun.danol.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?