Markaðurinn
Vetrardrykkir frá Lavazza
Nú er frost á fróni, frýs í æðum blóð – og því tilvalið að ylja sér með ljúffengum vetrardrykkjum frá Lavazza.
Hér eru tvær uppskriftir að jólalegum drykkjum til að gleðja bragðlaukana: Karamellu og kanil latte, og írskur sviss mokka.
Karamellu og kanil latte færir þér silkimjúka blöndu af sætum karamellutónum og hlýlegu kanilkryddi, á meðan írskur sviss mokka sameinar djúpt súkkulaðibragð, kremað kaffi og írskan innblástur.
Þú finnur allt í kaffidrykkina hér: Lavazza Jóladrykkir – Danól
Karamellu og Kanil Latte
- Tvöfaldur espresso
- 2 msk. karamellusýróp
- 2 msk. kanilsýróp
- Mjólk
- Karamellusósa
- Rjómi
Aðferð:
- Lagið espresso í stóran bolla og bætið sýrópunum saman við.
- Flóið mjólkina og hellið yfir.
- Toppið drykkinn með þeyttum rjóma og karamellusósu.
Sýróp
Kanil- og karamellusýrópin frá Teisseire eru tilvalin til að fullkomna þennan bragðgóða vetrardrykk.
Írskur Sviss Mokka
- Tvöfaldur espresso
- 2 msk. Irish cream sýróp
- 50 ml. vískí eða romm (valkvætt)
- 35-40 gr. súkkulaðidropar
- 100 ml. mjólk
- Rjómi
- Súkkulaðispænir
Aðferð:
- Lagið espresso í stóran bolla og bætið sýrópi (og áfengi) saman við.
- Flóið mjólkina ásamt súkkulaðidropunum og hellið yfir.
- Toppið drykkinn með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni.
Sýróp
Er eitthvað betra en að koma inn úr kuldanum og ylja sér með írsku kaffi? Irish cream sýrópið er nauðsynlegt til að töfra fram þessa flauelsmjúku og kremuðu áferð sem einkennir þennan vinsæla drykk.
Hafið endilega samband við ykkar sölumann eða hafið samband í síma 595-8000 fyrir frekari upplýsingar. Við minnum einnig á vefverslunina okkar, www.vefverslun.danol.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla