Markaðurinn
Vetrardrykkir frá Lavazza
Nú er frost á fróni, frýs í æðum blóð – og því tilvalið að ylja sér með ljúffengum vetrardrykkjum frá Lavazza.
Hér eru tvær uppskriftir að jólalegum drykkjum til að gleðja bragðlaukana: Karamellu og kanil latte, og írskur sviss mokka.
Karamellu og kanil latte færir þér silkimjúka blöndu af sætum karamellutónum og hlýlegu kanilkryddi, á meðan írskur sviss mokka sameinar djúpt súkkulaðibragð, kremað kaffi og írskan innblástur.
Þú finnur allt í kaffidrykkina hér: Lavazza Jóladrykkir – Danól
Karamellu og Kanil Latte
- Tvöfaldur espresso
- 2 msk. karamellusýróp
- 2 msk. kanilsýróp
- Mjólk
- Karamellusósa
- Rjómi
Aðferð:
- Lagið espresso í stóran bolla og bætið sýrópunum saman við.
- Flóið mjólkina og hellið yfir.
- Toppið drykkinn með þeyttum rjóma og karamellusósu.
Sýróp
Kanil- og karamellusýrópin frá Teisseire eru tilvalin til að fullkomna þennan bragðgóða vetrardrykk.
Írskur Sviss Mokka
- Tvöfaldur espresso
- 2 msk. Irish cream sýróp
- 50 ml. vískí eða romm (valkvætt)
- 35-40 gr. súkkulaðidropar
- 100 ml. mjólk
- Rjómi
- Súkkulaðispænir
Aðferð:
- Lagið espresso í stóran bolla og bætið sýrópi (og áfengi) saman við.
- Flóið mjólkina ásamt súkkulaðidropunum og hellið yfir.
- Toppið drykkinn með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni.
Sýróp
Er eitthvað betra en að koma inn úr kuldanum og ylja sér með írsku kaffi? Irish cream sýrópið er nauðsynlegt til að töfra fram þessa flauelsmjúku og kremuðu áferð sem einkennir þennan vinsæla drykk.
Hafið endilega samband við ykkar sölumann eða hafið samband í síma 595-8000 fyrir frekari upplýsingar. Við minnum einnig á vefverslunina okkar, www.vefverslun.danol.is.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini










