Sverrir Halldórsson
Vestmannaeyjaferð – 3. kafli | Einsi Kaldi, Hótel Vestmannaeyjar, Gott, Höllin og Slippurinn | Veitingarýni
Hótel Vestmannaeyjar og Einsi Kaldi
Vöknuðum um morguninn í alveg svakalegu góðu rúmi á Hótel Vestmannaeyjum, Venni fór í morgunmatinn og í göngutúr, en ég lá lengur upp í rúm því mér leið svo vel.
Í hádeginu mættum við í danskt smörrebröd hjá Einsa Kaldi en þennan dag byrjaði danskur brauð matseðill þriðja sumarið í röð og þvílík dásemd.
Við fengum brauð með:
Egg og síld, roast beef, rauðsprettu og rækju og lá við að við færum að tala dönsku, minningarnar eiginlega kölluðu á það, eitt besta smurbrauð á landinu, svo var bensín á kantinum og flott þjónusta.
Höllin
Síðan lá leiðin upp í Höllina en þar tók á móti okkur sjálfur Einsi kaldi og sýndi okkur aðstöðuna sem hann hefur, en hann sér um eldhúsið þar. Þeir Birgir Nielsen ( trommari í vinum vors og blóma ) og Bjarni Ólafur Guðmundsson (daddi) frábær kynnir, blaðamaður meðal annars, sjá um salina í húsinu sem eru eftirfarandi:
Háaloftið er allt í senn, tónleikastaður, píanóbar, sportbar og pöbb, en Háaloftið er fyrst og fremst tónleikastaður. Líklega einn sá flottasti á landinu í sínum stærðarflokki. Hljómburður er mjög góður með L-acoustic hljóðkerfi sem er eitt hið besta á landinu. Háaloftið hýsir 150-200 manns á tónleikum, svona eftir því hvað við viljum sitja þétt. Eftir tónleika er frábært að geta sest niður og haft það notalegt á píanóbarnum.
Betri stofan er líka ótrúlega kósý. Þá er sýnt allt sem skiptir máli í íþróttunum, og er hægt að allskyns einkasamkvæmi og skemmtanir.
Ekkert er of stórt eða smátt fyrir Háaloftið, sem stendur undir nafni, því á alvöru háaloftið er pláss fyrir allt. Sjón er sögu ríkari, því lofum við. Kvöddum við þá félaga.
Veitingastaðurinn Gott
Næst héldum við til Sigurðar Gíslasonar og tókum hús á honum á staðnum Gott og var allt í fullum gangi að gera klárt fyrir opnun á staðnum og þegar þú lest þetta er örugglega búið að opna, leist okkur vel á hugmyndir þeirra hjóna og góð viðbót í flóruna í Eyjum.
Slippurinn
Um kvöldið var planið að heimsækja Gísla Matthías Auðunsson á Slippnum Eatery og kemur hér á eftir útlistun á þeirri upplifun:
Vel var tekið á móti okkur og er gengið er inn í salinn, fallast manni nánast hendur, þvílík flottheit, eitthvað sem kemur mjög svo á óvart.
Boðið til sætis, boðnir drykkir og látnir vita að Gísli ætlaði að ráða matnum og voru við mjög sáttir með þá niðurstöðu og hefst svo veislan.
Fyrst kom brauð, bakað á staðnum, volgt og gott með þeyttu smjöri og skyri.
Frábær súpa með kraftmiklum grunni, en leið fyrir að steinseljuolían var svo bragðsterk að hún stal of miklu bragði frá humarbragðinu
Virkilega góður réttur, mild og góð bragðsamsetning
Á milli rétta lagaði systir Gísla hún Indiana, hundasúrumojito og vá algjör geggjun.
Hárfín eldun á fiskinum og milt bragð sem að nutu sín vel saman
4. réttur
Saltfiskur & Stappaðar
með sætum tómötum, piparrót, sólselju & stökku rúgbrauði
Skemmtileg og mjög bragðgóð útfærsla á saltfiski
Þá kom Indiana með heimalagað rabbabaragos sem hitti alveg í mark.
Ég hef aldrei smakkað eins góðan rétt úr hrefnu, alveg til fyrirmyndar
Gjörsamlega stórkostlegur réttur, íslenskra verður það varla
Það fannst á bragðinu að hann var stolinn, en ein sönnun þess að unnendur góðs matar þurfa að mæta á svæðið og upplifa í eigin persónu
Þetta var alveg svakalega skemmtileg upplifun í mat og drykk og sýnir að Ísland býr yfir fullt af hráefni sem má nota til matargerðar og sérstaklega að ungur matreiðslumaður sem sækir mikið í erlenda matreiðslumenn á veturnar, en notar þá þekkingu sem hann upplifir í íslensku hráefni, sem er mjög svo til fyrirmyndar.
Fjöldskyldan vinnur á staðnum, systirin hún Indiana í salnum og skapar þessa Íslensku drykki og móðirin Katrín Gísladóttir líka í salnum og það skemmtilega við það er að þau geisla öll af þjónustugleði.
Til hamingju með staðinn og gangi ykkur allt í haginn.
Það fóru tveir með stíft sykurbros upp á hótel og beint inn í Disney að upplifa meira þar.
Fleira tengt efni:
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur