Frétt
Verður þú Ramen-meistari Reykjavíkur?
Veitingastaðurinn Ramen Momo við Tryggvagötu 16 mun standa fyrir keppni sunnudaginn 10. desember næstkomandi frá 17:00 til 21:00. Keppt verður í kappáti þar sem gestir þurfa borða risa-Ramen-rétt á sem skemmstum tíma.
Verð er 1.890 krónur og er rétturinn 1 kíló að þyngd. Athugið að Vegan er einnig í boði.
Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt í keppninni er að skrá þig hér, mæta svo á Ramen Momo og panta risa-Ramen-rétt og tíminn fer að tikka um leið og rétturinn er borinn fram. Síðar um kvöldið verður sigurvegarinn kynntur.
Glæsileg verðlaun í boði:
- Frítt Ramen-árskort 2018 (eigandi kortsins fær ótakmarkað magn af Ramen-súpu á árinu 2018).
- Ljósmynd á vegginn Ramen Momo.
- Skírteini Ramen-meistari.
- Jólapakka frá Ramen Lab.
- Blandaður sælgætispakki frá Japan.
Sá sem tapar fær 5 kíló af ferskum Ramen-núðlum.
Mundu að skrá þig hér (svo hægt sé að útbúa nóg af ferskum Ramen-núðlum)
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu







