Frétt
Verður þú Ramen-meistari Reykjavíkur?
Veitingastaðurinn Ramen Momo við Tryggvagötu 16 mun standa fyrir keppni sunnudaginn 10. desember næstkomandi frá 17:00 til 21:00. Keppt verður í kappáti þar sem gestir þurfa borða risa-Ramen-rétt á sem skemmstum tíma.
Verð er 1.890 krónur og er rétturinn 1 kíló að þyngd. Athugið að Vegan er einnig í boði.
Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt í keppninni er að skrá þig hér, mæta svo á Ramen Momo og panta risa-Ramen-rétt og tíminn fer að tikka um leið og rétturinn er borinn fram. Síðar um kvöldið verður sigurvegarinn kynntur.
Glæsileg verðlaun í boði:
- Frítt Ramen-árskort 2018 (eigandi kortsins fær ótakmarkað magn af Ramen-súpu á árinu 2018).
- Ljósmynd á vegginn Ramen Momo.
- Skírteini Ramen-meistari.
- Jólapakka frá Ramen Lab.
- Blandaður sælgætispakki frá Japan.
Sá sem tapar fær 5 kíló af ferskum Ramen-núðlum.
Mundu að skrá þig hér (svo hægt sé að útbúa nóg af ferskum Ramen-núðlum)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður