Vertu memm

Frétt

Verður þú Ramen-meistari Reykjavíkur?

Birting:

þann

Ramen Momo

Veitingastaðurinn Ramen Momo við Tryggvagötu 16 mun standa fyrir keppni sunnudaginn 10. desember næstkomandi frá 17:00 til 21:00. Keppt verður í kappáti þar sem gestir þurfa borða risa-Ramen-rétt á sem skemmstum tíma.

Verð er 1.890 krónur og er rétturinn 1 kíló að þyngd.  Athugið að Vegan er einnig í boði.

Ramen réttur

1 kíló Ramen takk fyrir pent
(skálin og sleif er 1,479 kg)

Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt í keppninni er að skrá þig hér, mæta svo á Ramen Momo og panta risa-Ramen-rétt og tíminn fer að tikka um leið og rétturinn er borinn fram.  Síðar um kvöldið verður sigurvegarinn kynntur.

Glæsileg verðlaun í boði:

  • Frítt Ramen-árskort 2018 (eigandi kortsins fær ótakmarkað magn af Ramen-súpu á árinu 2018).
  • Ljósmynd á vegginn Ramen Momo.
  • Skírteini Ramen-meistari.
  • Jólapakka frá Ramen Lab.
  • Blandaður sælgætispakki frá Japan.

Sá sem tapar fær 5 kíló af ferskum Ramen-núðlum.

Mundu að skrá þig hér (svo hægt sé að útbúa nóg af ferskum Ramen-núðlum)

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið