Frétt
Verður take-away dýrara eftir 3. júlí?
Þann 3. júlí í ár taka í gildi nýjar reglur sem banna að sölustaðir gefi viðskiptavinum sínum ókeypis einnota plastílát undir take-away, eða útrétti eins og það heitir á góðri íslensku. Í staðinn verða staðirnir að taka gjald fyrir þessi ílát.
Nokkur dæmi um það sem mun breytast eftir að reglurnar taka gildi:
- Matsölustaðir eiga að taka gjald fyrir einnota plastglös undir gosdrykki, safa og hristinga.
- Matsölustaðir eiga að taka gjald fyrir einnota matarílát og lok úr plasti og pappírsílát sem eru húðuð með plasti.
- Kaffihús eiga að taka gjald fyrir pappamál ef þau eru húðuð með plasti, en líka fyrir 100% pappamál sem fylgja plastlok.
- Barir eiga að setja gjald á plastglös undir bjór og vín, og þá skiptir ekki máli hvort það séu hefðbundin plastglös eða plastglös úr lífplasti eins og t.d. PLA glös.
- Ísbúðir eiga að setja gjald á ísbox úr pappír sem eru húðuð með plasti.
Söluaðilar ákveða sjálfir gjaldið
Það spyrja sig eflaust margir hvort þetta þýði að take-away verði dýrara eftir 3. júlí. Það er í raun erfitt að spá fyrir um það því söluaðilar sjálfir munu þurfa að taka ákvörðun um hvort gjaldið fyrir einnota ílát úr plasti leggist ofan á núverandi verð eða ekki.
Kaffihúseigandi getur til dæmis ákveðið að kaffi sem kostaði 450 krónur fyrir 3. júlí kosti 430 krónur eftir að reglurnar taka gildi og pappamálið sem húðað er með plasti kosti 20 krónur. Heildarverð kaffisins í götumáli er þá hið sama, en kaffihúsaeigandinn gerir grein fyrir því hvað einnota málið kostar og hvað kaffið kostar. Kaffihúsaeigandi gæti líka ákveðið að selja einnota málið á undirverði, þannig að kaffið kosti 449 krónur og einnota ílátið bara 1 krónu. Hann gæti líka ákveðið að hækka heildarverðið á kaffinu, til dæmis með því að selja kaffið á 450 krónur og einnota götumálið á 20 krónur eftir 3. júlí. Því gæti verið gott fyrir neytendur að fylgjast vel með á næstu dögum hvort verðið á þeirra uppáhalds take-away muni breytast.
Mætum með margnota og sleppum við gjaldið
Sama hvaða gjald söluaðili ákveður að setja er mikilvægt að neytendur átti sig á því að þeir geta í mörgum tilvikum sleppt því að borga gjaldið fyrir einnota plastbolla, plastglös, matarílát og lok úr plasti með því að koma með eigin ílát að heiman.
Lagaákvæðin minna neytendur á að þegar þeir kaupa einnota ílát þá fylgir því alltaf ákveðinn kostnaður, sem hingað til hefur verið bakaður inn í verðið á vörunni. Það er því ekki til neitt sem heitir ókeypis ílát, en nú verður það enn skýrara en áður að ílátum fylgir kostnaður. Það er því um að gera að vera dugleg að stinga nestisboxum, vatnsflöskum og kaffimálum ofan í tösku svo að allt sé til reiðu til þess að sleppa því að borga fyrir einnota ílát og kaupa þannig take-away á lægra verði.
Hér geta neytendur lesið meira um reglur um plast, en fyrirtækjum er bent á þessa síðu hér.
Mynd; úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana